- Advertisement -

Hvað er furðusaga?

Veistu hver munurinn er á háfantasíu, lágfantasíu og borgarfantasíu? Hvað með gufupönk eða hamfararsögu? Farið verður í saumana á þessum bókmenntum og fleiri á fyrirlestri á aðalsafni Borgarbókasafns í kvöld kl 20.

Emil Hjörvar Petersen, rithöfundur og bókmenntafræðingur, heldur fyrirlestur um furðusögur á aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, þriðjudaginn 7. október kl. 20 og eru allir velkomnir.  Emil fjallar um furðusögur frá ýmsum sjónarhornum, fræðir okkur um greinar og undirgreinar þeirra, erlendar jafnt sem íslenskar. Hann ræðir sömuleiðis tungutak íslenskunnar í furðusögum og möguleikana sem furðan hefur hér á landi.

Fyrirlesturinn er sá fyrsti af þremur í verkefninu Furður í Reykjavík, sem býður einnig upp á ritsmiðjur á Lestrarhátíð í ár. Sjá nánar hér.

Annar fyrirlesturinn verður þann 9. október og þriðji þann 11. október, þeir verða einnig haldnir á aðalsafni Borgarbókasafns.

Þú gætir haft áhuga á þessum

 Sjá nánar á Bókmenntavefnum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: