- Advertisement -

Hvað hangir á spýtunni?

Merkilegt að það gerist á sama tíma að Sjálfstæðisflokkur slakar klónni af fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur og hún bætir viku við umsóknarfrest í starf útvarpsstjóra.

Þetta eru varla tilviljanir. Þar sem er reykur, þar er eldur. Nú má ætla að dílað hafi verið um fjölmiðlafrumvarpið og stöðu útvarpsstjóra. Þögnin um umsækjendur er einn eitt kornið í mælinn.

Íslensk stjórnmál eru stundum ekki dýpri en þetta.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: