- Advertisement -

Hvað hefur veikt fólk og fatlað fólk gert á hlut ríkisstjórnarinnar?

En auðmaðurinn er í boði ríkisins með hundruð milljóna króna og tapar ekki krónu.

Frítekjumörk öryrkja vegna fjármagnstekna eru svo lág að sparifé þeirra ber í raun neikvæða vexti. Hvernig haldið þið að þeim gangi að safna sér fyrir útborgun í íbúð? Af 5.000 kr. fjármagnstekjum einstæðs öryrkja skila sér bara 2.000 kr. til hans, 3.000 kr. tekur ríkið í formi skatta og skerðinga.

Þetta sagði Guðmundur Ingi Kristinsson á Alþingi.

Frítekjumörk gilda ekki um hann því að framfærsluuppbótin skerðist strax um 65%. Þarna er verið að skatta og skerða tapaða ávöxtun, sparifé fatlaðs einstaklings. Á sama tíma borgar sá sem nýtur arðgreiðslna upp á milljarð króna bara 22% fjármagnstekjuskatt upp á 220 milljónir kr. og heldur eftir 780 millj. kr. og það án allra skerðinga. Ef sama fjárhagslega ofbeldið gilti um hann væri hann skertur um nærri 400 milljónir og héldi eftir 300 milljónum og allt í plús. Öryrki sem er með 4% vexti á sínu sparifé í banka og því með mínusávöxtun í 9,7% verðbólgu fær bara 5.000 kr. vexti og tapar 3.000 kr., heldur bara eftir 2.000 kr. í formi vaxta og er því í bullandi tapi í boði ríkisins. En auðmaðurinn er í boði ríkisins með hundruð milljóna króna og tapar ekki krónu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hættum að níðast eingöngu á þeim sem geta ekki varið sig.

Hvað hefur veikt fólk, fatlað fólk og þeir sem eru að reyna að lifa á almannatryggingum gert á hlut ríkisstjórnarinnar? Hvers vegna er ráðist eingöngu á þau eins og þau ein eigi það skilið að vera rænd ávöxtun sinni með grófum skerðingum og það af ávöxtun sem þegar er í bullandi tapi? Hvers vegna er verst setta fólkið eingöngu sett í þessar fáránlega háu skerðingar og ávöxtun sparifé síns og því gróflega mismunað gagnvart öllum öðrum? Þrátt fyrir 90.000 kr. frítekjumark á fjármagnstekjur í almannatryggingum gagnast það ekki öllum því að þeir sem sleppa við skerðingarnar í fyrstu lenda í þeim síðar. Tökum þessar skerðingar út strax, gerum alla jafna fyrir lögum og reglum og hættum þannig að níðast eingöngu á þeim sem geta ekki varið sig.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: