- Advertisement -

HVAÐ VARÐ UM FRÉTTINA?

Árni Gunnarsson skrifar:

Árni Gunnarsson fyrrrverandi fréttamaður og alþingismaður.

Í vikunni greindi fréttastofa Ríkisútvarpsins frá svari fjármálaráðherra um skiptingu eigna nokkurra tekjuhópa hér á landi. Þar kom m.a. fram, að örfáir einstaklingar áttu langstærstan hluta þjóðarkökunnar. Ég var á hlaupum, þegar fréttin var lesin og vildi kynna mér þessar upplýsingar betur. Sjálfum fannst mér þetta býsna stór frétt, sem staðfesti það sem margir hafa haldið fram, að eigna- og tekjuskipting þjóðarinnar væri með ólíkindum mikil. Ég hef leitað að þessari frétt hjá fjölmiðlum, en hvergi fundið. Hún er ekki á vef Ríkisútvarpsins, sem hefði verið eðlilegt og sjálfsagt. Hvergi annars staðar finn ég fréttina. Kann einhver skýringu á þessu hvarfi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: