- Advertisement -

Hvar er, hvar er, hvar er fylgið mitt?

Staðreynd: „…ljóst að fylgi flokksins meðal ungs fólks hefur hrapað.“

Myndir lífsins eru stundum skemmtilegar. Jafnvel hálfgerðar hryllingsmyndir. Ein þeirra er í Valhöll. Styrmir Gunnarsson er svo elskulegur að draga tjöldin frá:

„Í framhaldi af þeim ummælum Jóns Gunnarssonar, ritara Sjálfstæðisflokksins og alþingismanns, að fylgi flokksins væri „óásættanlegt“ er líklegt að umræður um hvaðan flokkurinn gæti sótt aukið fylgi komist á dagskrá meðal flokksmanna. Hvaðan gæti það helzt verið?“

Stórt er spurt. Einn helsti ábyrgðarmaður hvernig komið er fyrir flokksstofnunni við Háaleitisbraut, er eflaust þessi sami Jón Gunnarsson.

Bjarni Benediktsson er skipperinn á skútunni.

Já, hvar er fylgið?

„Líklegt er að fylgistapið hafi farið til þriggja flokka, þ.e. Viðreisnar, Miðflokksins og Flokks fólksins. Markviss viðleitni til þess að endurheimta það, þyrfti því að beinast að þeim flokkum fyrst og fremst, sem um leið mundi þá snúast um að stöðva frekara fylgistap í þá átt,“ bendir Styrmir á.

Styrmir vill að flokkurinn reyni úrelt trix. Að segja eitthvað til að selja fólki flokkinn. En hvaða fólki:

„…ljóst að fylgi flokksins meðal ungs fólks hefur hrapað. Það er af sem áður var í þeim efnum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í skipulega vinnu við að sækja fram meðal nýrra kjósenda. Það verður bezt gert með því að beina athyglinni að hagsmunamálum unga fólksins.“

Hvað á að segja til að laða ungt fólk að öldungnum stirða við Háaleitisbraut?

„Hagsmunir þess snúast augljóslega öðru fremur að því að auðvelda ungu fólki að eignast húsnæði. Það er ekkert nýtt en hefur sjaldan verið jafn erfitt og nú. Húsnæði er dýrt og lán eru dýr. Þess vegna væri æskilegt að umræður innan flokks og þá ekki sízt meðal ungs fólks á þeim vettvangi snúist um betri lausnir í þeim efnum en nú eru til staðar.“

Og ef það tekst, er þá björninn unnin? Nei, ekki alveg.

„Loks eru vísbendingar um að eldri kjósendur séu að yfirgefa sinn gamla flokk m.a. vegna kæruleysislegrar afstöðu þingflokksins til fullveldismála. Það er kominn tími á skipulegar og markvissar umræður um þessi málefni.“

Byggt á grein Styrmis Gunnarssonar á styrmir.is.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: