- Advertisement -

„Hvar eru þær aðgerðir sem taka á bráðavanda barna?“

„Hvar eru þær aðgerðir sem taka á bráðavanda barna?“

Þorbjög Sigríður Gunnlaugsdóttir.

„Hvar eru þær aðgerðir sem taka á bráðavanda barna?“

„Fullnægjandi og greiður aðgangur að þjónustu vinnur að velferð barna, styður við geðheilbrigði og dregur úr líkum á alvarlegum vanda seinna meir.“

„Staðan í dag er hins vegar sú, og sú staðreynd er nöturleg, að í íslensku samfélagi eru uppi alvarlegar aðstæður sem þarf að bregðast við strax, aðstæður sem verður að taka á strax. Það er stór hópur barna í íslensku samfélagi sem glímir við alvarlegan vanda eða alvarlegar aðstæður, stundum fjölþættan vanda. Þarna undir er alvarlegur hegðunarvandi, geðraskanir, þroskaraskanir, vímuefnavandi og börn sem beita ofbeldi. Síðast en alls ekki síst er þarna fjöldi barna sem býr við alvarlegar aðstæður á eigin heimili, óboðlegar aðstæður í einhverjum tilvikum,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þá þingmaður og nú dómsmálaráðherra. Það var 8. október sem umræðan fór fram.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…sá ég stundum ömurlegar afleiðingar…

„Í mínu fyrra starfi sá ég stundum ömurlegar afleiðingar þess þegar barn sem hefði átt að grípa í æsku hafði ekki verið gripið. Hópar hafa verið að störfum, skýrslur hafa verið unnar. Þær hafa kortlagt fjölda barna sem þarfnast þjónustu. Þær hafa greint þörf fyrir þjónustu sem og kostnað. Þær hafa berum orðum sagt okkur að með því að grípa inn í og veita þjónustuna strax sé komið í veg fyrir kostnað síðar meir, að ekki sé minnst á þann þyngsta kostnað samfélagsins sem er þegar ungt fólk fer út af sporinu.

Í ágústmánuði 2023 lágu fyrir tillögur í sérstakri skýrslu um þörf á þjónustu fyrir börn með svokallaðan fjölþættan vanda. Og ég spyr: Hvaða tillögum úr þessari skýrslu hefur verið hrint í framkvæmd til að tryggja þjónustu fyrir þennan hóp barna? Hversu mörg meðferðarúrræði eru núna fyrir hendi fyrir börn og aðstandendur þeirra? Skýrslan segir okkur þá sögu að meðferðarúrræði á Íslandi hafi verið fremur fá, reyndar mjög fá, og að þörfin sé umtalsvert meiri en sú þjónusta sem býðst. Lítið virðist hafa gerst síðan skýrslan kom út til að efla þjónustu og ég hef áhuga á að heyra sjónarmið hæstv. ráðherra þar um hvað sé að gerast í kjölfar skýrslunnar.“

Þorbjörg Sigríður hélt áfram:

Meðferðarúrræðum hefur verið lokað…

„Ríkisstjórnin kynnti nýlega aðgerðir til að bregðast við ofbeldi af hálfu barna sem ég held að við höfum öll fagnað í þessum sal. Fyrst var það gert með blaðamannafundi í júní og svo aftur með fréttatilkynningu í septembermánuði. Þar er lögð áhersla á mikilvægi forvarna sem óumdeilt hafa grundvallarþýðingu. En ég kalla um leið eftir aðgerðum sem taka á þessum bráðavanda sem við okkur blasir. Hvar eru þær aðgerðir sem taka á bráðavanda barna?

Forseti. Þrátt fyrir að meðferðarúrræði hafi verið fá þá sýnist mér á gögnum málsins að þróunin sé engu að síður sú að úrræðum sé fremur að fækka en fjölga. Meðferðarúrræðum hefur verið lokað með loforðum um að ný séu væntanleg en það hefur þó ekki náð að ganga eftir. Hér vantar markvissa fjárfestingu og skýran tón frá ríkisstjórn um að ekkert sé mikilvægara en öryggi barna í íslensku samfélagi. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar geymir því miður ekki þau svör sem samfélagið þarf, ekki það fjármagn sem fullnægjandi þjónusta kostar, ekki frekari meðferðarúrræði fyrir börn, ekki hvað varðar stuðning við foreldra sem eru að ala upp barn með alvarlegan geðrænan vanda, ekki niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu, ekki frekari meðferðarúrræði vegna barna með fíknivanda og ekki frekara fjármagn til að styrkja löggæslu svo hún geti verið í jákvæðum og fyrirbyggjandi samskiptum við börn og ungmenni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: