- Advertisement -

„Hver á að borga, háttvirtur þingmaður?“

„Hver á að borga, háttvirtur þingmaður? Hver á að borga? Háttvirtur þingmaður hefur talað fyrir því að við tökum tugmilljarða lán á hverju einasta ári um alla framtíð til þess að borga okkur sjálfum vegna þess að það muni á endanum koma svo vel út. Við erum með gríðarlega öflugt félagslegt öryggisnet,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi fyrir stundu.

Áður hafðu Guðmundur Ingi Kristinsson sagt:

„Þetta fólk fær ekki kjarabætur. Þetta fólk er að reyna að lifa á 220.000 eða 250.000–300.000 kr. útborgað á mánuði. Þetta fólk verður fyrir keðjuverkandi skerðingum. Það er þetta fólk sem fær bara 1 kr. af hverjum 4 sem það setur inn í kerfið. Þess vegna hafa skerðingar í kerfinu stóraukist, 5 milljarðar á hverju einasta ári, 20 milljarðar. Það er vegna þess að þetta rennur í gegnum vasana hjá því fólki sem þarf mest á þessu að halda. Það hefur kannski aukist hjá þeim sem ekki þurfa á þessu að halda. En það hefur ekki aukist hjá þeim sem eru verst settir þarna og eru á leigumarkaði, það er alveg á hreinu. Ég er búinn að sjá hverja töluna á fætur annarri. Þetta fólk er að reyna að tóra á 220.000–230.000 kr. útborgað.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: