- Advertisement -

Hverjum datt þetta í hug?

- Ásmundur Friðriksson segir kröfu Vetmannaeyinga að fá að reka ferjuna sjálfir.

 

Ásmundur Friðriksson.
„…að fá litla ferju sem er með einni vél…“

„Það er auðvitað rannsóknarefni hverjum datt í hug að fá litla ferju sem er með einni vél og litla flutningsgetu til að sigla milli lands og Eyja, þurfti að fá undanþágu fyrir hana. Það þarf auðvitað að skoða hverjum dettur slíkt í hug, að bjóða 5.000 manna samfélagi, stærstu verstöð landsins, upp á slíkar samgöngur sem hafa verið með þeim eindæmum síðustu vikur að þær hafa verið nánast engar,“ sagði Ásmundur Friðriksson á Alþingi fyrir skömmu.

„Það hlýtur að vera krafa Eyjamanna til okkar á hinu háa Alþingi að við kippum þeim málefnum í lag og að þetta komi ekki fyrir aftur þegar Herjólfur fer í slipp.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Pæling. Kemur Herjólfur úr slipp á réttum tíma? Er nefnilega að undirbúa skírn og það stjórnar tímasetningunni!“ Þannig skrifar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, en íbúar þar hafa enga ferju meðan Baldur er nýttur til að þjóna Eyjamönnum.

„…að rekstur ferjunnar verði í höndum heimamanna og hagnaður af rekstrinum nýttur til að lækka fargjöld, auka þjónustu og skila sér þannig beint til heimamanna. Við þurfum að hlusta á Vestmannaeyinga og þær sanngjörnu kröfur sem þeir setja upp í samgöngumálum,“ sagði Ásmundur.

sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: