- Advertisement -

„Hvernig getum við réttlæt þetta?“

Þetta er hátt í fimm sinnum lægri fjárhæð en við erum með í mánaðarlaun hér í þessum sal.

„Hvernig getum við hér í þessum sal réttlætt það fyrir sjálfum okkur og öðrum að óskertur lífeyrir hjá manneskju sem fær örorkumat 40 ára er bara rétt rúmlega 300.000 kr. á mánuði, 300.000 kr. fyrir skatt, langt undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði? Þetta er hátt í fimm sinnum lægri fjárhæð en við erum með í mánaðarlaun hér í þessum sal. Hvernig getum við réttlætt þessa stöðu? Við getum það ekki. Þetta er óverjandi. Og einmitt þess vegna gerðist það t.d. hérna fyrir ári, eftir margra vikna stapp og þrýsting frá stjórnarandstöðuflokkum, að Alþingi sameinaðist um að veita öryrkjum og endurhæfingarlífeyrisþegum 53.000 kr. eingreiðslu í desember svo að fólk gæti kannski haft það bærilegt yfir hátíðirnar,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson í þingræðu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: