- Advertisement -

Hvers vegna sameinast Vinstri græn bara ekki Sjálfstæðisflokknum?

Einar Kárason:
Maður hélt þá að þegar spælingar stofnenda VG yfir að fá ekki að vera í forystu sameinaðrar vinstrihreyfingar fyrirgæfust myndu S og VG bara renna saman.

„Og í ljósi vendinga síðustu ára og umræðna síðustu daga og vikna er maður farinn að spyrja sig hvers vegna VG sameinast bara ekki Sjálfstæðisflokknum. Hvað er þar sem ber á milli?“

Þannig skrifar varaþingmaður Samfylkingarinnar og rithöfundurinn Einar Kárason.

Skrif hans byrja á öðru: „Á sínum tíma þegar vinstriflokkarnir, Alþfl, Alþbl, Þjóðvaki, hluti Kvennalistans, leifarnar af Bandalagi jafnaðarmanna osfrv voru að sameinast, urðu það mikil vonbrigði að nokkrir, undir forystu SJS ofl, skárust úr leik og stofnuðu frekar eigin hreyfingu: VG. Maður hélt þá að þegar spælingar stofnenda VG yfir að fá ekki að vera í forystu sameinaðrar vinstrihreyfingar fyrirgæfust myndu S og VG bara renna saman, á þægilegan og eðlilegan hátt. Svo kom í ljós að í mikilvægum pólitískum álitamálum, sem snerta meðal annars auðlindir og alþjóðasamvinnu, var VG alveg á öndverðu meiði við alla aðra vinstrimenn, og í raun á sömu línu og Íhaldið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: