- Advertisement -

Hvet­ur Efl­ing­ar­fólk til að snúa sér að eig­in kjara­bar­áttu og láta aðra í friði

„Ég get al­veg viður­kennt það að mér og mörg­um inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar hef­ur orðið ansi heitt í hamsi yfir þess­um enda­lausa áróðri. Í gegn­um allt okk­ar samn­ings­ferli voru þeir að reyna að koma í veg fyr­ir samn­inga sem við unn­um að fyr­ir okk­ar fé­lags­fólk,“ seg­ir Aðal­steinn Árni Bald­urs­son, formaður verka­lýðsfé­lags­ins Fram­sýn­ar og stjórn­ar­maður í Starfs­greina­sam­band­inu, í samtali við mbl.is.

Aðal­steinn er formaður verka­lýðsfé­lags­ins Fram­sýn­ar og stjórn­ar­maður í Starfs­greina­sam­band­inu. Hann hvet­ur Efl­ing­ar­fólk til þess að snúa sér að eig­in kjara­bar­áttu og hætta að draga hans fólk niður í svaðið.

Hann seg­ir skamm­ar­legt fyr­ir stétt­ar­fé­lag í Reykja­vík að ala á klofn­ingi milli verka­fólks á höfuðborg­ar­svæðinu og lands­byggðinni og að nú sé mæl­ir­inn ein­fald­lega orðinn full­ur. 

Aðal­steinn bend­ir á að það sé ein­fald­lega rangt að fram­færslu­kostnaður sé hærri á höfuðborg­ar­svæðinu en á lands­byggðinni. Hann nefn­ir m.a. kostnað við að sækja heil­brigðisþjón­ustu, bens­ín­kostnað auk aðgangs að lág­vöru­versl­un­um.

„Það ligg­ur fyr­ir að laun eru al­mennt miklu hærri á höfuðborg­ar­svæðinu. Við get­um horft á kostnað við heil­brigðisþjón­ustu þar sem við þurf­um í mörg­um til­vik­um að fara suður til Reykja­vík­ur með til­heyr­andi kostnaði sem hið op­in­bera tek­ur lít­inn þátt í. Bens­ín­verð er miklu hærra á lands­byggðinni en höfuðborg­ar­svæðinu auk þess sem ungt fólk þarf oft á tíðum að sækja nám suður með til­heyr­andi kostnaði.

Þess utan þarf fólk sem býr t.d. aðeins aust­an við Húsa­vík á Kópa­skeri, Raufar­höfn og Bakkaf­irði, Vopnafirði og um alla Vest­f­irði og víða á Aust­ur­landi að keyra mörg hundruð kíló­metra til að kom­ast í lág­vöru­versl­an­ir en því fylg­ir til­heyr­andi bens­ín­kostnaður og vinnu­tap,“ seg­ir Aðal­steinn.

Sem fyrr segir er fréttin byggð á frétt á mbl.is.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: