Hallfríður Þórarinsdóttir skrifaði:
Biskup Þjóðardómkirkjunnar í Washington messar hér yfir nýjum forseta og kallar eftir samkennd embættisins gagnvart óskráðum innflytjendum, samkennd gagnvart hinsegin, samkennd gagnvart trans og samkennd gangvart öllu því fólki sem liðið hefur fyrir að vera ekki hluti af meginstraumnum. Það má lesa á andlitssvip forsetahjónanna viðbrögðin við orðum biskupsins. Svo mikið er víst að hvorki samkennd né mannúð fá nokkurt rými í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. Mig hryllir við þeim mannfjandsamlegu aðgerðum sem þessi nýi foreseti er þegar byrjaður á að framkvæma. Endilega deilið þessu ef þið hafið samkennd með því fólki sem forsetinn ræðst nú á.