„Íslensk stjórnvöld verða einnig að horfast í augu við það hvernig málflutningur fjölmiðla getur haft áhrif á samskipti við mikilvæga bandamenn. Sérstaklega hefur verið bent á ósanngjarnan málflutning Ríkisútvarpsins (RÚV) í áraraðir gagnvart nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Slíkur skaðlegur málflutningur getur grafið undan samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og dregið úr trúverðugleika Íslands sem trausts bandamanns,“ skrifar Guðmundur Franklín Jónsson í Mogga dagsins.
„Þessu verður að linna. Það er grundvallaratriði að fjölmiðlar, sérstaklega opinberir miðlar eins og RÚV, taki mið af hlutleysi og sanngirni þegar fjallað er um málefni sem varða samskipti við alþjóðlega samstarfsaðila. Slíkt er ekki aðeins nauðsynlegt fyrir heilbrigða umræðu á Íslandi heldur einnig fyrir viðhald góðra samskipta við mikilvæga bandamenn eins og Bandaríkin,“ skrifar hann.
Hér er aðeins hluti greinar Guðmundar.