- Advertisement -

Hýrudraga öryrkja um milljón á dag

Ég er ansi hrædd um að til dæmis útgerðin í landinu þyrfti ekki að bíða svona lengi eftir peningum.

„Enn er ekki byrjað að leiðrétta ólöglegar búsetuskerðingar til stórs hóps örorkulífeyrisþega. Formaður ÖBÍ hefur skrifað stjórn TR og ýtt á eftir málinu. Stjórn TR fjallaði um erindið og er klofin í málinu. „Meirihluti“ stjórnar hefur svarað ÖBÍ og segir að unnið sé að því að afla fjárheimilda til að leiðrétta hinar ólöglegu skerðingar,“ segir á vefsíðu Öryrkjabandalagsins, obi.is.

„Hæstvirtur fjármálaráðherra heldur utan um ríkisbudduna og hann hreinlega ætlar ekki að opna hana fyrir öryrkjum. … Þetta er algerlega ólíðandi framkoma við þennan fátækasta hóp samfélagsins. Ég fer fram á að örorkulífeyrisbætur, örorkulífeyrir, verði greiddar samkvæmt lögum — og það strax,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis.

„Ég er ansi hrædd um að til dæmis útgerðin í landinu þyrfti ekki að bíða svona lengi eftir peningum sem hún ætti inni hjá ríkinu eins og reyndin er í okkar tilviki,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Halldóra Mogensen: „Þetta er algerlega ólíðandi framkoma við þennan fátækasta hóp samfélagsins.“

„Stjórnvöld hafa viðurkennt að stór hópur örorkulífeyrisþega, yfir þúsund manns, séu hlunnfarin um yfir hálfan milljarð króna árlega, með ólöglegum búsetuskerðingum. Þetta byggir á áliti Umboðsmanns Alþingis sem kvað upp úr um málið síðasta sumar. Enn hefur samt sem áður ekkert gerst. Ljóst er að þessi framkvæmd TR á búsetuskerðingum hefur staðið í a.m.k. áratug. Það þýðir að sá hópur örorkulífeyrisþega sem verður fyrir skerðingum vegna búsetu erlendis, eða lífeyrisþegar af erlendum uppruna, hafa orðið af fimm milljörðum króna á þessu tímabili,“ segir á obi.is.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: