- Advertisement -

Í áralöngu ströggli til að fá svör frá ráðherrum

Þorsteinn Sæmundsson.

„Þannig vill til að sá sem hér stendur er búinn að standa í þó nokkru ströggli, afsakið, herra forseti, í þó nokkrum átökum má segja, við framkvæmdarvaldið um að fá fram sjálfsagðar upplýsingar sem varða almenning,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki á Alingi.

„Og svo því sé til skila haldið hefur forseti þingsins tekið að hluta mjög vel á til að slíkar upplýsingar kæmu fram. Það hefur hins vegar tekið nokkur ár að fá fram upplýsingar sem varða almenning en viðkomandi ráðherrar hafa sem sagt hangið á þeim eins og hundar á roði, ef ég má orða það þannig, herra forseti, og meira að segja fengið þá einkunn í greinargerð frá yfirlögfræðingi Alþingis að þeir hafi gengið á svig við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð með því að draga að svara fyrirspurnum um brýn mál. Þetta er eitt sem ég vildi aðeins koma fram með.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: