- Advertisement -

Í hverskonar samfélagi búum við eiginlega?

Þetta er óþolandi ástand! Algjörlega óþolandi!

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og 2. varaforseti ASÍ, skrifar:

„Í hverskonar samfélagi búum við eiginlega? Í fréttum kvöldsins var fjallað um það með hvaða hætti er tekið á því þegar hópur fólks fékk leiðréttingu á greiðslum sem drógust í greiðslu. Viðkomandi hópur fékk því dráttarvexti greidda af þessari leiðréttingu. Samkvæmt einhverjum reglum er litið á þetta sem tekjur (fjármagnstekjur) og því eru þessar krónur teknar af einstaklingunum.

OK, ég hefði skilið það ef þetta væri sá hópur sem mokaði til sín fjármunum trekk í trekk. En þarna erum við að tala um fólkið sem er í hvað verstu stöðunni, öryrkjar sem þurfa að berjast í að draga fram lífið við slíkar aðstæður að oftast er nákvæmlega ekkert svigrúm í fjármálum. Húsnæðismálin eru þeim yfirleitt mjög íþyngjandi.


Við í forystu ASÍ höfum verið að auka samstarf við fulltrúa Öryrkjabandalagsins og hefur ekki verið vanþörf á.

Nei, við skulum alls ekki reyna að bæta stöðuna, tökum frekar hverja einustu krónu af þeim! Á sama tíma má alls ekki skattleggja þá sem lifa á fjármagnstekjum einum saman með hærri fjármagnstekjuskatti, það má ekki takmarka frelsi til þess að sá hópur geri það sem þeim sýnist. Tökum af þeim verst settu og færum til hinna ríku.

Þetta er óþolandi ástand! Algjörlega óþolandi! Við í forystu ASÍ höfum verið að auka samstarf við fulltrúa Öryrkjabandalagsins og hefur ekki verið vanþörf á. Við þurfum klárlega að halda áfram á þeirri vegferð til þess að ná fram breytingum, við verðum að ná breytingum á þessu með samstöðunni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: