- Advertisement -

„Í nafni svokallaðrar fjölskyldusameiningar“

„Það er í raun og veru Útlendingastofnunar að gæta að þessum öryggismálum.“

Bjarni Benediktsson.

Alþingi Félagarnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson skiptust á skoðunum, á Alþingi, hvað varðar komu flóttafólks frá Gaza. Sigmundur spurði og Bjarni svaraði:

Sigmundur: „Í ljósi þess að hæstvirtur utanríkisráðherra og ríkisstjórnin hafa ákveðið að fara aðra leið en önnur Norðurlönd a.m.k. og kannski flest Evrópulönd varðandi aðstoð við fólk á Gaza-svæðinu og flytja fólk hingað í nafni svokallaðrar fjölskyldusameiningar frekar en að leggja áherslu á að senda til að mynda lyf og önnur hjálpargögn, eins og ég hef lagt til, í nærumhverfið sem gæti nú kannski hjálpað fleirum, í ljósi þessarar sérstöðu Íslands spyr ég eina ferðina enn: Til hvaða öryggisráðstafana hefur verið gripið hvað þetta varðar, til að komast að raun um það hverjir eigi raunverulega í hlut og hvaða ráðstafanir aðrar þurfi að gera samhliða móttökunni?“

Bjarni: „Fyrst vil ég halda því til haga hér að málefni hælisleitenda eru hjá dómsmálaráðherra og það er Útlendingastofnun sem tók ákvörðun um að veita dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Í kjölfarið á því barst utanríkisráðuneytinu erindi í desember um að veita aðstoð þeim sem hefðu fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, við að komast út af Gaza. Það liggur fyrir að án aðkomu utanríkisráðuneytisins hefði þetta fólk allt getað komið til Íslands ef landamærin væru ekki lokuð. Þau hafa ýmist verið lokuð eða opin í gegnum tíðina en í augnablikinu eru þau lokuð. Þetta erindi könnuðum við mjög vandlega og undirbjuggum okkar mögulegu aðgerðir sem hafa núna skilað þeim árangri að rúmlega 70 manns hafa komist fyrir tilstilli diplómatískra og pólitískra samskipta út af svæðinu.“

„Hinir þóttu of hættulegir…“

Sigmundur: „Ég hef áður nefnt t.d. dæmið af Þýskalandi en þýsk stjórnvöld ákváðu að taka á móti allt að 200 starfsmönnum þýskra hjálparstofnana á Gaza. Þetta starfsfólk þýsku hjálparstofnananna var allt komið til Egyptalands og þar voru tekin viðtöl við það. Að því loknu var einungis helmingnum hleypt til Þýskalands. Hinir þóttu of hættulegir eða of mikil óvissa um hvort rétt væri og óhætt að taka við þeim. Því spyr ég eina ferðina enn: Til hvaða slíkra ráðstafana, hvaða öryggisráðstafana, hafa íslensk stjórnvöld gripið, hæstvirtan ráðherra og hans ráðuneyti eða aðrir?“

Bjarni: „Það er í raun og veru Útlendingastofnunar að gæta að þessum öryggismálum sem háttvirtur þingmaður spyr hér um og ég tek undir að eru mikilvægur þáttur í heildarferli svona mála. Það sem við höfum gert í utanríkisráðuneytinu er að halda ríkislögreglustjóra upplýstum. Við göngum sömuleiðis út frá því að sú könnun sem fer fram af bæði ísraelskum og egypskum stjórnvöldum á landamærunum feli, eins og hér er spurt um, í sér einhvers konar úttekt á því hverjir eiga í hlut. En fyrir liggur að að mestu leyti er hér um að ræða börn og konur.“

Sigmundur: „Einnig spyr ég hvað standi til hvað framhaldið varðar. Er von á því að ráðuneytið muni hafa forgöngu um að sækja þarna enn fleira fólk og svo í framhaldinu bjóða upp á enn frekari fjölskyldusameiningar, þ.e. eru einhver mörk á því hvenær þessu verkefni eigi að ljúka eða hvernig eða verður þetta viðvarandi um fyrirsjáanlega framtíð?“

Bjarni: „Ég hef litið á þetta sem aðgerð sem tengist erindi frá félagsmálaráðuneytinu síðan í desember, sem er á vissan hátt einstök. En þó er það ekki rétt hjá háttvirtum þingmanni að önnur Norðurlönd eða aðrar þjóðir hafi ekki hjálpað til við að dvalarleyfishafar komist út. Það sem einkennir Ísland í þessu er fjöldinn. Hann er óvenjumikill.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: