- Advertisement -

Í samskiptum við ráðherra og þingmenn

Logi Einarsson skrifar:

Logi Einarsson.

Það er ástæða til að þakka öllu því fólki sem sýndu Muhammed samstöðu síðustu daga og þeim sem leiddu þá baráttu.

Þótt Muhammed hafi hreyft sérstaklega við okkur og gleðilegt að fundist hafi leið til að tryggja honum og foreldrum hans búsetu hér, þá er ekki síður mikilvægt að ráðast nú í endurskoðun á lögum og stjórnsýslu útlendingamála til framtíðar. Við höfum verið í samskiptum við ráðherra og stjórnarþingmenn um þessi mál helgina – og munum vera það áfram.

Samfylkingin, Viðreisn og Píratar funduðu í dag um málið, en einnig útlendingalögin og framkvæmd þeirra. Flokkarnir þrír deila sýn á málaflokkinn – og við vitum að fulltrúar úr fleiri flokkum gera það líka, rétt eins og stór hluti þjóðarinnar.

Skemmst er að minnast að haustið 2017 sammæltust formenn allra flokka, sem þá sátu á þingi, nema Sjálfstæðisflokkurinn, um tímabundnar breytingar á útlendingalögunum og að heildarendurskoðun yrði forgangsverkefni að loknum kosningum. Þar yrði helst litið til verndar á börnum og fólki í viðkvæmri stöðu. Sú vinna hefur nú tekið 26 mánuði og engu skilað. Við munum þrýsta á að starf nefndarinnar verði sett í algjöran forgang og niðurstöðu hraðað.

Aftur og aftur sjáum við dæmi um ómanneskjulega framkvæmd og óvandaða stjórnsýslu. Sem er hvorki boðlegt út frá mannúðarsjónarmiðum eða yfir höfuð hjá landi sem vill láta taka sig alvarlega í mannréttindamálum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: