- Advertisement -

Í stórsvigi niður staðreyndabrekkuna

Magnús R. Einarsson skrifaði:

Magnúss R. Einarsson.

Ég hef lengi og oft pirrað mig á talsmáta stjórnmálamanna. Það var skessulegt þegar Jóhanna Sigurðardóttir var alltaf að „setjast yfir mál.“ „Alvarlegu augum“ Geirs Hallgrímssonar fylgdu minningar um útvarpsleikritið Hulin augu. „Það er alveg ljóst,“ sagði ÓRG alltaf þegar hann var að leggja í stórsvig niður staðreyndabrekkuna. En það sem er óþolandi er þegar stjórnmálamenn tala um „fólkið í landinu.“ Það hljómar niðrandi. Fólk er á landinu. Nema það sem er dautt. Það er í landinu eða niður í sjó. Lifandi fólk er Á landinu. Hættiði þessum talsmáta pólitíkusar!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: