- Advertisement -

„Í stóru húsi við Borg­ar­tún“

Styrmir Gunnarsson skrifar enn og aftur fína grein í Morgunblaðið á laugardegi.

Hann kemur meðal annar að yfirbyggingu hagsmunasamtaka atvinnulífsins og eins launþega. Frábært innlegg í umræðuna:

„Í stóru húsi við Borg­ar­tún eru mörg hags­muna­sam­tök at­vinnu­rek­enda sam­an­kom­in. Er virki­lega þörf á öll­um þess­um sam­tök­um til að gæta hags­muna at­vinnu­veg­anna? Er nauðsyn­legt að hafa sér­stak­an fram­kvæmda­stjóra yfir hverju og einu fé­lagi og sér­staka skrif­stofu með til­heyr­andi manna­haldi? Hverj­ir borga þenn­an kostnað? Það eru að sjálf­sögðu fé­lags­menn­irn­ir, þ.e. fyr­ir­tæk­in í hinum ýmsu grein­um at­vinnu­lífs­ins, og þótt sá kostnaður kunni að skipta stóru fyr­ir­tæk­in litlu máli má ganga út frá því sem vísu að hann skipti máli fyr­ir lít­il fyr­ir­tæki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þar að auki er reynsl­an sú að fé­laga­sam­tök af þess­ari gerð, sem eru auðvitað fyrst og fremst hagsmunagæzluaðilar, hugsa meira um hags­muni hinna stóru í hópi fé­lags­manna þeirra en hinna smáu.

Get­ur ekki verið að at­vinnu­lífið sjálft geti sparað sér um­tals­vert fé með því að draga úr þessu viðamikla skrif­stofu­bákni, sem orðið hef­ur til í kring­um um það?

Hið sama á að sjálf­sögðu við um verka­lýðs- og launþega­fé­lög. Í kring­um hvert og eitt fé­lag hef­ur orðið til skrif­stofu­hald með launuðum starfs­mönn­um. Kostnaður við það er greidd­ur af fé­lags­mönn­um og svo vel vill til fyr­ir fé­lög­in að at­vinnu­rek­end­ur hafa tekið að sér inn­heimtu fé­lags­gjalda með því að draga þau frá laun­um.

Er ekki hugs­an­legt að það sé kom­inn tími á end­ur­skipu­lagn­ingu verka­lýðs- og launþega­hreyf­ing­ar með það að mark­miði að draga úr kostnaði við yf­ir­bygg­ingu henn­ar?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: