- Advertisement -

Íbúðalánasjóður er merkileg skepna

Neytendur Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háksólann á Akureyri og stjórnarformaður Byggðstofnunar, skrifar reynslusögu af reynslu sinni af viðskiptum við Íbúðalánasjóð. Lesum skrif Þórodds.

„Við Brynhildur (Þórarinsdóttir) skiptum um hús á Akureyri og það stóð þannig á spori að gamla húsið seldist eftir að gengið var frá kaupsamningi um nýja húsið.

Þegar við ætluðum nú í vikunni að flytja lánin af gamla húsinu yfir á nýja húsið kom í ljós að það er bannað samkvæmt reglum Íbúðalánasjóðs. Ekki er heimilt að flytja lán nema við kaupsamning og ekkert annað í boði en að greiða íbúðasjóðslánin upp með bankaláni – og greiða sjóðnum hátt uppgreiðslugjald.

Eftir að hafa verið í farsælum viðskiptum við þessa ágætu fjármálastofnun frá því hún var stofnuð er svo sem við hæfi að við gefum henni nokkur hundruð þúsund krónur í kveðjugjöf.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í alveg ótengdum fréttum er forstjóri Íbúðalánasjóðs mjög áhyggjufullur yfir því að engar umsóknir berist og viðskiptavinir séu í stórum stíl að greiða upp lán sín hjá sjóðnum og flytja viðskipti sín yfir til bankanna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: