- Advertisement -

Íbúum Suðurnesja skammtað minnst

Guðbrandur Einarsson.

„Þegar skoðaður er fjöldi heilbrigðisstarfsmanna á hvern íbúa kemur í ljós að flestir íbúar eru á hvern heilbrigðisstarfsmann á Suðurnesjum, eða 128,“ sagði Guðbrandur Einarsson Viðreisn á Alþingi í gær.

„Þeir eru fæstir á Vestfjörðum eða 40, og á Norðurlandi eru þeir 95. Framlag til heilsugæslu árið 2020 var á Suðurnesjum 79.000 en 116.000 að meðaltali á hvern íbúa á landsbyggðinni. Þá verður að nefna þá grafalvarlegu stöðu að mikill fjöldi íbúa keyrir til Reykjavíkur eftir heilbrigðisþjónustu. Má t.d. nefna að 45 prósent íbúa sveitarfélagsins Voga velja að sækja sér heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðið,“ sagði Guðbrandur.

„Um síðustu áramót voru íbúar Suðurnesja rúmlega 28.000, sem samsvarar 21 prósent af íbúum landsbyggðarinnar. Framlagið til Suðurnesja var hins vegar bara 14 prósent. Suðurnesin eru með eina heilsugæslustöð sem sinnir 30.000 manns, en á höfuðborgarsvæðinu er sirka 11.500 íbúar á hverja heilsugæslu. Þess vegna þyrftu heilsugæslur á Suðurnesjum að vera þrjár,“ sagði þingmaðurinn og svo þetta:

„Það er kominn tími til að ríkið fari að laga þetta.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: