- Advertisement -

Íhaldsstjórn sem freistar þess að bíða af sér framtíðina

Segir vafalaust að EES hafi reynst okkur gæfuspor.

„Sú íhaldsstjórn sem nú situr við völd hér á landi ætlar að freista þess að bíða af sér framtíðina. Hún var reyndar stofnuð um kyrrstöðu, stofnuð til varnar þröngum sérhagsmunum fortíðar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson Viðreisn á Alþingi.

Sjálfum sér samkvæmt vék hann að evrópskri samvinnu:

„Íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tók gildi. Lífskjör hafa batnað mikið samhliða því sem utanríkisviðskipti okkar hafa dafnað, erlend fjárfesting stóraukist og frjálst flæði fólks í senn styrkt íslenskan vinnumarkað með aukinni þátttöku erlendra starfsmanna en ekki síður skapað ný tækifæri á erlendri grundu fyrir okkur Íslendinga. Enginn vafi leikur á því að aukin þátttaka okkar í alþjóðahagkerfinu í gegnum EES hefur reynst okkur mikið gæfuspor. Næsti aldarfjórðungur mun þó án efa fela í sér enn meiri breytingar en þær sem við höfum upplifað hingað til.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: