- Advertisement -

Illvíg öldungadeild í vígahug

  • Skotmark 1: Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
  • Skotmark 2: Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
  • Skotmark 3: Þórdís Kolbrún ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þau eru í skotlínu hinnar hörðu öldungadeildar.

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Öldungadeild Sjálfstæðisflokksins situr sjaldan auðum höndum. Nú hefur hún valið sér þrjú skotmörk. Þau eru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Einkenni öldungadeildarinnar er það allt fólk sem er yngra en þeir og vinnur ekki að þeirra skapi fellur í ónáð deildarinnar.

Fyrir ekki mörgum árum sat ég með þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Sá var annarrar skoðunar í eihnhverju máli en Davíð. Man ekki hvert málið var, enda skiptir það ekki máli. Ég spurði þingmanninn hvers vegna hann opinberaði ekki skoðanaágreininginn. Þingmaður sagðist vilja það en vildi ekki kalla yfir sig yfirhalningu í Staksteinum Moggans. Hvers vegna ekki, ekki bita þeir svo, spurði ég.

Jú, og það sem er verra er að þegar við föllum í ónáð eigum við enga leið til baka.

Fyrir okkur hin er vont að skilja að það sé vont að fá yfir sig reiðilestur í Staksteinum.

Þá ber að rifja upp að þegar Davíð var spurður hvort hann væri langrækinn. Hann sagði svo ekki vera, en hins vegar sagðist hann vera minnugur. Það er einmitt það sem þingmaðurinn hafði í huga.

En hvers vegna Sólveig Anna, Ragnar Þór og Þórdís Kolbrún?

„Fyrir hann skal refsa af sveit klikkaðra talsmanna hins endalausa og óhefta arðráns.“

Sólveig Anna hefur talað skýrt. Öldungadeildin hefur fullyrt opinberlega að tilgangur hennar sé sá einn að komast yfir milljarðasjóði Eflingar.

„Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, hefur ásamt því að þjófkenna mig og segja að ég sé ekki í tengslum við raunveruleikann, einnig sagt að ég sé „gerð út“ af karlmönnum. Og svo mætti lengi upp telja. Pæliði í því hvað þetta er ótrúlega klikkað; einn af stærstu „glæpum“ sem ómenntuð láglaunakona getur framið er að vilja hafa áhrif á það hvernig gæðunum er skipt og hvað vinnuaflið fær í sinn hlut af gróðanum sem vinna þeirra býr sannarlega til. Fyrir hann skal refsa af sveit klikkaðra talsmanna hins endalausa og óhefta arðráns.“

Ragnar Þór situr í sæti sem flokkurinn „átti“. Það er meira en nóg. Aftur og endalaust er tifað á að Ragnar Þór hafi takmarkað umboð og reynt þannig að grafa undan þeim þunga sem hann hefur. Sigrar hans gegn leigufélaginu hentar ekki allsstaðar. Öldungadeildin er á móti honum. Framganga hans í kjarabaráttunni er meira en nóg til að hann sé settur á lista. Lista sem engu gleymir.

„Yf­ir­lýs­ing­ar ráðherra um „áfrýj­un“ eru ein­hvers kon­ar mein­loka sem ein­hverj­ir hafa komið inn hjá hon­um.“

Þórdís Kolbrún hefur sérstaka stöðu á listanum. Hér er best að vitna beint í „fundargerð“ öldungadeildarinnar sem birtist í síðasta Reykjavíkurbréfi: „Yf­ir­lýs­ing­ar ráðherra um „áfrýj­un“ eru ein­hvers kon­ar mein­loka sem ein­hverj­ir hafa komið inn hjá hon­um, von­andi þó ekki þeir sömu sem séð hafa hon­um fyr­ir öll­um villu­ljós­un­um varðandi orkupakka sem hef­ur verið dap­ur­legt að horfa upp á, ekki síst fyr­ir þá sem höfðu vænt­ing­ar til þessa ráðherra.“ Það þarf ekki að taka skýrar til máls. Dómur öldungadeildarinnar hefur verið kveðinn upp. Sem áður er hann ævilangur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: