- Advertisement -

Inga mærir Ásmund Einar

Hvernig er með húsnæðislegt öryggi barnanna? Hvernig festa þau rætur.

Inga Sæland var upphafsmaður umræðu um efnahagslega stöðu barna á Íslandi. Nýverið var lögð fram rannsókn sem sýndi að þúsundir og aftur þúsundir barna búa við fátækt. Mörg þeirra búa við sára fátækt.

Inga sagði á Alþingi:

Hvað er til ráða? Dregið er fram hvaða hópar það eru af íslenskum börnum sem verst eru staddir. Hverjir eru viðkvæmari í samfélaginu en þeir sem eiga fátækustu foreldrana? Hvaða foreldrar eru það? Það er ekki bara láglaunafólkið okkar, það eru einstæðir foreldrar og það eru öryrkjar. Við vitum líka að öryrkjum hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum. Nýgengi örorku hefur stóraukist og um leið fjölgun barna þeirra öryrkja.

Ég segi: Hvernig getum við brugðist við? Ég veit að hæstvirtur félags- og barnamálaráðherra, sem fékk það hlutverk um síðustu áramót að vera titlaður líka barnamálaráðherra, vill vel. Hann leggur sig allan fram um að reyna að gera veg barnanna okkar sem mestan og bestan. Ég á ekki að standa hér sem fulltrúi stjórnarandstöðu og mæra ráðherra ríkisstjórnar, en það geri ég samt. Ég geri það vegna þess að mér finnst í rauninni nákvæmlega sama hvaðan góður hugur kemur. Hann á skilið að fá að sjást. Þess vegna er ég stolt af því að fara í þetta samtal við hæstvirtan barnamálaráðherra og gefa honum tækifæri til að sýna hvernig nú verði staðið að því að útrýma fátækt íslenskra barna.

Staðreyndin er sú að það er ekki bara mögulegt heldur í rauninni gerlegt að gera það strax. Í skýrslunni sem opinberuð var í febrúar sl. kemur fram að skýrsluhöfundur hefur ákveðna sýn á hvernig við getum bætt stöðu barnanna. Ég ætla ekki að fara í skýrsluna sjálfa enda hef ég ekki tíma til þess, en í henni kemur fram hvernig við getum ekki bara bætt stöðuna heldur fundið hvar fátæktin er. Hvernig er hún mæld? Hvernig er með fæði, klæði og húsnæði? Hvernig er með húsnæðislegt öryggi barnanna? Hvernig festa þau rætur? Þau gera það bara ekki. Þessi þjóðfélagshópur, þessi viðkvæmasti hópur okkar, nær ekki að festa rætur.“


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: