- Advertisement -

Ísland eitt Norðurlandanna greiðir ekki öldruðum grunnlífeyri

Almannatryggingar ættu ekki að vera fátæktarframfærsla.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Árið 1934 voru alþýðutryggingar stofnaðar hér af ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks. Það var fyrsti vísir almannatrygginga hér 1946 voru almannatryggingar stofnaðar af svonefndri nýsköpunarstjórn: Alþýðuflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Sósíalistaflokkur.

Alþýðuflokkurinn setti það sem skilyrði fyrir aðild að stjórninni að stofnsettar yrðu almannatryggingar. Ríkisstjórnin tilkynnti, að almannatryggingarnar ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Evrópu og að þær ættu að vera fyrir alla án tillits til stéttar eða efnahags. Og þannig var það lengi vel.

Íslendingar fóru að greiða til almannatrygginga 16 ára gamlir, fyrst í formi tryggingargjalds og síðan í formi skatta. Og þar til um áramótin 2016/2017 höfðu allir eldri borgarar grunnlífeyri frá TR en um áramótin 2016/2017 felldi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks grunnlífeyrinn niður hjá þeim, sem höfðu meira en 577 þús. á mánuði úr lífeyrissjóði.

Á öllum hinum Norðurlöndunum hafa eldri borgarar grunnlífeyri: þannig að þar fá allir eldri borgarar greiðslur frá almannatryggingum en ekki hér. Samt er hagvöxtur meiri hér en þar. En hvers vegna getur Ísland þá ekki gert eins vel við sína eldri borgara og hin Norðurlöndin? Hvers vegna níðast stjórnvöld á eldri borgurum og öryrkjum hér.

Palme forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi sænskra jafnaðarmanna sagði, að allir eldri borgarar ættu að fá lífeyri frá almannatryggingum. Þannig hefði það verið í upphafi og þannig ætti það að vera. Almannatryggingar ættu ekki að vera fátæktarframfærsla. Ég er sammála því.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: