- Advertisement -

Ísland standi að nýrri söngvakeppni

Gunnar Smári skrifar:

Án þess að ég vilji blanda mér í viðkvæma umræðu um Júróvisjón held ég að Ísland ætti að standa fyrir söngvakeppni meðal þjóða og þjóðarbrota sem ekki eiga sitt eigið ríki. Í keppninni gætu verið Skotar og Katalónar auk Palestínumanna; Samar, Baskar og Bretónar; Inúítar frá Kanada, Sioux-indjánar frá Minnesota og Mexíkanar frá Kaliforníu; Tatarar frá Rússlandi, Róma-fólk frá Rúmeníu og Sígaunar frá Andalúsíu; Fríslendingar frá Þýskalandi, Korsíkubúar frá Frakklandi og Kúrdar frá Tyrklandi, Íran og Írak; Rússar í Lettlandi, Rohingyar frá Myanmar, kristnir í Sýrlandi, múslimar í Frakklandi og hindúar í Pakistan. Og svo áfram, nær endalaust.

Þetta yrði náttúrlega miklu fjölbreyttari og skemmtilegri hópur og atriði en koma frá hinum formlegu ríkjum. Svo hefur mér alltaf fundist að utanríkisstefna Íslands ætti að byggjast á samstöðu með hinum litlu, fátæku og kúguðu, að við ættum ekki að sækjast eftir því að tilheyra hópi fyrrum nýlenduvelda og annarra stórríkja. Við ættum að nýta sjálfstæði okkar, sem er sérstætt fyrir hversu fá við erum og hversu menning okkar og tunga er viðkvæm; til að mynda tengsl og samskipti við aðra fámenna menningarhópa sem ekki njóta þess sama og við, að ráða því meira og minna hvernig við notum sjálfstæðið. Það er ekkert sem segir að við eigum að apa upp eftir stórríkjunum, að þau hafi fundið einu uppskriftina að því hvernig sjálfstætt ríki hegðar sér. Við gætum líka haldið söngvakeppni heimilislausra frá öllum löndum heims og söngvakeppni flóttafólks.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: