- Advertisement -

Ísland verði fríríki fóst­ur­eyðinga

Inga Sæland er allt annað en sátt og skýtir föstum skotum að forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur.

„Í boði Sjálf­stæðis­flokks­ins sitj­um við uppi með for­sæt­is­ráðherra sem hef­ur lýst því yfir í ræðustól Alþing­is að helst vildi hún sjá að kon­ur ættu að mega sjálfræðis síns vegna láta drepa ófædd börn sín fram að fæðingu.“

Þannig skrifar Inga Sæland í Moggann í dag. Tilefnið er „hörmulegt“ þingmál, eins og Inga orðar það.

„Máli sem vek­ur með mér bæði hryll­ing og sorg. Máli sem fær mig til að hugsa um á hvaða veg­ferð við séum sem þjóð. Það ber heitið „Til­laga til þings­álykt­un­ar um aðgengi ein­stak­linga sem ferðast til Íslands að þungunarrofi.““

Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti fllutningsmaður tillögunnar.

Texti til­lög­unn­ar er þessi:

„Alþingi álykt­ar að fela heil­brigðisráðherra að tryggja að ein­stak­ling­ar sem ferðast hingað til lands í því skyni að gang­ast und­ir þungunarrof fái viðeig­andi heil­brigðisþjón­ustu. Þetta verði bundið því skil­yrði að viðkom­andi megi ekki gang­ast und­ir þungunarrof vegna lög­bund­inna hindr­ana í heima­land­inu og upp­fylli skil­yrði í lög­um um þungunarrof, nr. 43/​2019. Þá þurfi viðkom­andi að geta fram­vísað evr­ópska sjúkra­trygg­inga­kort­inu.“

Inga er ósátt og skrifar: „Alls eru 19 þing­menn sem flytja frum­varpið en fyrsti flutn­ings­maður er Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður utan flokka. Ann­ar ut­an­flokkaþingmaður og þing­menn frá Vinstri græn­um, Sam­fylk­ingu, Viðreisn og Pír­öt­um eru með. Þarna eru m.a. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, Logi Már Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar, og Guðjón Brjáns­son, ann­ar vara­for­seti Alþing­is.

Nú vilja þess­ir þing­menn, og lík­lega flest­ir flokks­fé­laga þeirra á þingi, að Ísland verði eins kon­ar fríríki fóst­ur­eyðinga í Evr­ópu. Að ís­lenska heil­brigðis­kerfið, sem berst nú þegar í bökk­um vegna álags og fjár­skorts, taki að sér að eyða ófull­b­urða börn­um allt til loka 22. viku meðgöngu fyr­ir fólk sem vill kom­ast fram hjá lög­um í eig­in heimalandi.

Þessi til­laga er nú kom­in fram hér í okk­ar landi þar sem Alþingi samþykkti illu heilli í fyrra, að heim­ila fóst­ur­eyðing­ar allt til loka 22. viku meðgöngu. Þá er fóst­ur orðið fullsköpuð lít­il mann­eskja sem bíður þess að fá að koma í heim­inn. Við í Flokki fólks­ins börðumst gegn þeirri laga­setn­ingu. Afstaða okk­ar hef­ur ekk­ert breyst.

Þetta skal gert und­ir fána mann­rétt­inda og kven­frels­is. Þetta er sama fólkið og gal­ar hátt um mann­rétt­indi flótta­barna. Um leið huns­ar það mann­rétt­indi og lífs­rétt ófæddra barna. Þetta eru alþing­is­menn sem telja það sjálfsagt að Ísland sé með þessu að hafa bein af­skipti af inn­an­rík­is­mál­um full­valda lýðræðis­rík­is eins og Pól­lands í þessu til­viki.

Lýðskrumið, tvö­feldn­in, hræsn­in, hrok­inn og lífs­fyr­ir­litn­ing­in sem krist­all­ast í þess­ari þings­álykt­un­ar­til­lögu er með slík­um ólík­ind­um að ég er nán­ast kjaftstopp og ger­ist nú ekki oft. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að ég ætti eft­ir að sjá svona mál koma fram á Alþingi frek­ar en húrra- og gleðihróp­in sem ég upp­lifði þar þegar heim­iluð var eyðing á ófædd­um börn­um til loka 22. viku meðgöngu eins og gert var fyr­ir skemmstu. En kannski þarf það ekki að koma á óvart. Í boði Sjálf­stæðis­flokks­ins sitj­um við uppi með for­sæt­is­ráðherra sem hef­ur lýst því yfir í ræðustól Alþing­is að helst vildi hún sjá að kon­ur ættu að mega sjálfræðis síns vegna láta drepa ófædd börn sín fram að fæðingu.

Þetta mun­um við í Flokki fólks­ins aldrei samþykkja. ALDREI!“

Þannig endar Inga skrif sín.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: