- Advertisement -

Íslendingar vilja sjá betri upprunamerkingar

Fjórir af hverjum fimm Íslendingum vilja að upplýsingar um upprunaland séu á umbúðum matvæla þegar þau eru keypt. Þar af telur tæpur helmingur að það skipti miklu máli og rúmur þriðjungur telur að þetta skipti nokkru máli. Ekki nema 17% taldi að þetta skipti litlu eða engu máli. Þetta má sjá í nýrri könnun Capacent Gallup sem fyrirtækið vann fyrir Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin en þessar stofnanir starfa saman að því að bæta upprunamerkingar matvæla. Sömuleiðis telur yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga að bæta þurfi upprunamerkingar á matvælum. Í norrænni könnun sem gerð var árið 2006 kom fram að í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar töldu mun færri Íslendingar að upprunamerkingar væru mikilvægar. Áhersla Íslendinga á upprunamerkingar hefur hins vegar aukist og teljum við þetta nú vera jafn mikilvægt og aðrar Norðurlandaþjóðir gera.

Sjá nánari upplýsingar um könnunina á vef Samtaka atvinnulífsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: