- Advertisement -

Íslensk fyrirtæki eiga auðveldlega að geta borið aukinn launakostnað

Stefán Ólafsson skrifaði:

Um daginn birti ég hér mynd af árlegum heildarlaunakostnaði fyrirtækja í Evrópulöndum, á raunvirði (í kaupmáttarjöfnuðum Evrum). Í dag birti ég samsvarandi tölur en nú er það launakostnaður „á hverja vinnustund“, sem er markvissari mæling. Það á ekki síst við um Íslendinga sem vinna lengri vinnuviku en flestar aðrar Evrópuþjóðir.

Ég sýni tölurnar með og án leiðréttingar vegna mismunandi verðlags. Miðað er við fullvinnandi launafólk og samanlögð laun og launatengd gjöld. Súlurnar fyrir „raunvirði“ (með kaupmáttarjöfnun) eru tölurnar sem gilda í samanburðinum – en talsmenn atvinnurekenda (SA) vilja frekar miða við óleiðréttu tölurnar eða bara allt aðrar tölur sem mæla eitthvað annað en staðlaðan launakostnað. Tölurnar eru frá Eurostat (sjá hér: https://ec.europa.eu/…/LC_NCOST_R2…/default/table…).

Ísland er fyrir neðan meðallag í raunvirði launakostnaðar! Íslensk fyrirtæki eiga því auðveldlega að geta borið aukinn launakostnað.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: