- Advertisement -

Íslensk króna – upp og niður

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Íslenska krónan sveiflast og er óstöðug. Á síðustu tíu árum hefur evran sveiflast frá því að vera 189,31 kr. niður í 110,00 kr. Verðmæti evru í íslenskum krónum sveiflaðist því um 41,9% á þessum tíu árum. Sambærileg sveifla milli íslensku krónunnar og Bandaríkjadollars var 30,5%, kínversk júans 36,2% og svissneska frankans 36,5%. Það má klóra sér í hausnum yfir hvernig hægt er að halda uppi stöðugum viðskiptum milli Íslands og annarra landa með svona gjaldmiðil.

Þau sem telja að ekki sé lifandi við krónu hafa flest bent á evruna sem valkost. Gallinn er hins vegar sá að sá gjaldmiðill sveiflast ekkert minna. Á þessum tíu árum sveiflaðist Bandaríkjadollar gagnvart evru um 31,2%, gagnvart kínverskum júan um 36,5% og svissneskum franka um 36,1%. Evran sveiflast því í reynd jafn mikið og íslenska krónan. Vandinn er að gjaldmiðlar sveiflast; íslenska krónan er líka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kosturinn við að hafa íslenska krónu er að hún sveiflast af ástæðum sem tengjast íslensku efnahagslífi, öfugt við evruna sem sveiflast fyrst og fremst eftir þýsku efnahagslífi.

Kanadískur dollar sveiflaðist á sama tíma gagnvart bandarískum dollar um 35,3%, gagnvart kínverskum júan um 34,6% og gagnvart svissneskum franka um 38,2%. Sama sagan og sami gallinn; gjaldmiðlar sveiflast.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: