- Advertisement -

Íslensk stjórnmál á sunnudegi / Ásmundur Einar bundinn í báða skó

Gunnar Bragi Sveinsson.
Hann beið um stund en flúði þegar hann sá að skagfirska stórveldið fyrirgaf ekki.

Furðu vakti þegar ráðherrann Ásmundur Einar Daðason afréð að flytja brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til Sauðárkróks.

„Þetta er glórulaus ákvörðun,“ segir Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, í samtali við fréttastofu RÚV. „Það hefur enginn sýnt fram á nein rök önnur en pólitísk“. Sauðárkrókur er í kjördæmi ráðherrans. Það er alvarlegt að til standi að „fórna mjög hæfu fólki fyrir landsbyggðarpólitík,“ segir Magnús.  

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ásmundur Einar þarf að vega og meta. Annars vegar er starf brunavarnarsviðsins og hins vegar hann sjálfur. Hvaða hagsmunir vega þyngra í huga ráðherrans? Óþarft er að spyrja. Hann hefur valið sjálfan sig. Varð að gera það. Reynir hvað hann getur til að tryggja eigin pólitíska framtíð. Og hann veit að hann þarf að borga fyrir sig.

Ráðherrar Framsóknar.
Formaðurinn, varaformaðurinn og ráðherra skagfirska flokkseigendafélagsins.

Að baki þessu öll er löng saga. Reynum að hafa hana stutta. Eða eins og hægt er. Áður en við skoðum nýliðna fortíð er rétt að geta þess að Ásmundur Einar Daðason er ekki frjáls maður. Ekki frekar en margir aðrir í hans stöðu. Ásmundur Einar var valinn af valdamiklu fólki. Hann þarf að gera upp við það.

Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stofnaði Miðflokkinn var um tíma óvíst hvað Gunnar Bragi Sveinsson myndi gera. Vera áfram í Framsókn eða fylgja Sigmundi Davíð. Klukkan tifaði. Óðum styttist til kosninga.

Gunnar Bragi varð þess áskynja að skagfirska stórveldið vildi hann ekki lengur. Sem utanríkisráðherra klippti hann á viðskipti milli Íslands og Rússlands. Það skaðaði stórveldið. Slíkt er ekki fyrirgefið á þeim bæ. Ásmundar Einar var valinn sem oddviti Framsóknar í kjördæminu. Gunnar Bragi yfirgaf ekki aðeins Framsókn. Hann fór yfir til Sigmundar Davíðs og í framboð í allt öðru kjördæmi. Sigur stórveldisins varð algjör. Nú launar Ásmundur Einar greiðann. Eða hluta hans.

Staða Ásmundar Einars er ekki góð. Hann þáði þingsætið og ráðherradóminn. Þegar ljóst var hvaða fólk Framsókn valdi í ráðherrastóla skýrðist hver sterk staða skagfirska stórveldisins er. Ekkert fær stöðvað það afl og Ásmundur Einar fékk ráðherrastólinn. Í krafti þess skagfirska.

Æ sér gjöf til gjalda, segir málshátturinn. Ásmundur Einar ætlar að flytja brunavarnarsvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til Sauðárkróks. Ekki til að efla sviðið og styrkja. Nei, alls ekki. Það er fórnarlamb pólitískra gjörninga. Það er fórn í pólitískum fáránleika. Ásmundur Einar er órfjáls sem ráðherra. Hann er skuldbundinn. Sem sést vel á þessari nýjustu ákvörðun hans.

Hér er unnt að sjá eldri skrif um tengt efni:


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: