- Advertisement -

XB4: „Ræningjarnir“ ætla að ná Framsókn

Ótrúleg átök eru innan Framsóknarflokksins sem sér ekki fyrir endann á. Hópar manna gerir flest til að ná endanlegri stjórn á flokknum. Ásmundur Einar Daðason sagður sitja í skjóli þessara manna.

Innan Framsóknarflokksins er hópur manna sem oftast er kallaður „ræningjar“. Ekki eru viðmælendur sammála um hvort „ræniningjarnir“ kalli hóp sinn þessu heiti, eða hvort það er uppnefni. Látum það liggja á milli hluta.

Fullyrt er að „ræningingjarnir“ hafi valdið mestu um að Vigdís Hauksdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar sagði nóg komið og hætti við að fara aftur í framboð fyrir Framsókn. Einsog við öll vitum leiðir hún nú lista Miðflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Vigdís er sögð hafa ekki getað sætt sig við stöðu og yfirgang„ræningjanna“.

Óraunverulegar lýsingar

En hvað eru „ræniningjar“? Það er hópur manna sem getur smalað fólki til að kjósa hvern sem þeir vilja og þeir eru sagðir hafa gert það. T.d. á frægu flokksþingi í Háskólabíói. Nokkrir menn eru nafngreindir sem helst ráðandi í hópnum. Lýsingarnar eru í raun óraunverulegar, ótrúverðugar en koma úr fleiri en einn átt og eru mjög svipaðar. Og staðfestar.

Það er fullyrt blákalt að þeir sem leggja á ráðin séu langt komnir með að ná flokknum á sitt vald. Varnir gegn þeim eru sagðar veikar og tilviljunarkenndar. Þeir sem eldri eru hafa miklar áhyggjur af þróuninni.

Einn viðmælendanna segir hópinn stundum kalla sig „mafíuna“. Tilgangur er að ná yfirráðum í flokknum og það fólk sem þiggur stuðning hópsins er sagt skuldbundið honum í framhaldi. Stærð Framsóknarflokksins er þeim ekki aðalatriðið, heldur við hvaða borð hann fær sæti.

Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði, þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, hafi formaður fengið ráðherrastól sem og varaformaðurinn og hann bætti við og sagði flokkseigendurna hafa fengið einn ráðherrastól. Þá héldum við flest að hann hafi átt við Kaupfélag Skagfirðinga, en svo var ekki. Hann átti við „ræningjana“. Ásmundur Einar Daðason situr í þeim sjóðandi heita stól, standist heimildirnar.

Ásmundur Einar lagði formanninn

Fullyrt er að Ásmundur Einar hafi styrkt stöðu sína mikið. Hann og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, voru ekki á einu máli um hver ætti að vera framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Ásmundur Einar hafði betur og kom það kunnugum ekki á óvart.

Það er fullyrt blákalt að þeir sem leggja á ráðin séu langt komnir með að ná flokknum á sitt vald. Varnir gegn þeim eru sagðar veikar og tilviljunarkenndar. Þeir sem eldri eru hafa miklar áhyggjur af þróuninni. Formennska í ýmsum félögum innan flokksins skiptir víst miklu máli og þar hefur verið tekist á, samt ekki opinberlega.

Að hlusta á það sem flokksfólk segir um þetta er lyginni líkast. Margir eru nafngreindir sem helstu gerendur.

Næsti kafli, sá fimmti, í þessari sögu verður trúlega sá síðasti. Enn berast trúverðugar frásagnir svo vera kann að málinu verði ekki lokið þá. Sjáum til.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: