- Advertisement -

Kórónafaraldurinn skilar ríkjandi flokkum víðast auknu fylgi: VG fær ekkert aukið fylgi vegna Covid

Fréttaljós eftir Gunnar Smára:
Þegar Jacinda Ardern boðaði í upphafi árs til kosninga 12. september var fylgi Verkamannaflokksins 40%. Fylgi flokksins fór síðan upp í 60% eftir að kórónafaraldurinn braust út og mælsit nú í um 54% Fylgi vinstri grænna var 11% hjá MMR í janúar, fyrir kórónafaraldurinn. Fylgið fór hæst í 12% í hápunkti faraldursins en er nú aftur í tæpum 11%. Aukið traust á stjórnvöldum í tengslum við kórónafaraldurinn (hér heima fór traust á ríkisstjórninni úr 39% fyrir faraldur upp í 56%, en svo aftur niður og er í dag í 48%) hefur því engu skilað til flokks Katrínar Jakobsdóttur. Á meðan fylgi við flokk Jacinda Ardern hefur vaxið um 1/3 hefur fylgi VG ekkert breyst.

Ef við tökum dæmi af öðrum kvenleiðtogum í kórónafaraldrinum þá var danski Sósíaldemókrataflokkurinn (Mette Frederiksen) með 27% fylgi fyrir kórónafaraldurinn, fór upp í 36% og mælist í með 33%. Þetta jafngildir rúmlega 1/5 aukningu fylgis.
Norski hægriflokkurinn (Erna Solberg) mældist með 19% í janúar en fór upp í 28% en mælist nú í um 25%. Þetta jafngildir tæplega 1/3 akningu fylgis.

Finnski Sósíaldemókrataflokkurinn (Sanna Marin) mældist með 15% í janúar en fór upp í 24% en mælist nú í rúmum 23%. Þetta jafngildir rúmlega 1/2 akningu fylgis.

Kosningabandalag kristilegra demókrata í Þýskalandi (Angela Merkel) hafði um 26% fylgi í janúar, en fór upp í 40% á hátoppi faraldursins og mælist nú með um 38% fylgi. Þetta jafngildir tæplega 1/2 akningu fylgis.

Svona fylgisaukning ríkjandi flokka er ekki bara bundið við konur og ekki heldur við sérstakan árangur sé miðað við dauðsföll eða útbreiðslu. Sænski Sósíaldemókrataflokkrinn (Stefan Löfven) var með um 23% fylgi í janúar, fór upp í 33% og mælist nú í 28%, sem jafngildir 1/5 aukningu fylgis.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: