- Advertisement -

Kála kvótagreifar eigin forréttindum?

Viðbrögðin við aðför kvótagreifanna að eigin þjóð mætir harðri gagnrýni og mótspyrnu.

Hægara er um að tala en í að komast, kom í huga minn þegar ég heyrði Bjarna Benediktsson boða fulla hörku, gegn ófyrirleitnum kvótagreifum, á Alþingi í gær. Ögn af spennu myndaðist um hvernig Mogginn, málgagn kvótagreifanna, tæki á orðum Bjarna sem og Katrínar Jakobsdóttur. Þar er ekki eitt orð um þetta í leiðara og ekki í Staksteinum.

Hins vegar er viðtal við einn af óskasonum Valhallar, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binna í Vinnslustöðinni.

Mogginn: „Það eru vissu­lega erfiðir tím­ar, en lög gilda líka á erfiðum tím­um,“ sagði Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, aðspurður hvort til greina kæmi að draga til baka kröfu um bæt­ur frá rík­inu vegna fjár­tjóns við út­hlut­un á heim­ild­um til veiða á mak­ríl í kjöl­far tveggja dóma Hæsta­rétt­ar frá 6. des­em­ber 2018. ,,Við yrðum ekki spurð að því hvort illa stæði á hjá okk­ur hefðum við valdið rík­is­vald­inu skaða,“ bætti hann við. Sjö fyr­ir­tæki hafa gert kröfu um bæt­ur frá rík­inu sam­tals að upp­hæð um 10,2 millj­arða króna auk þess sem kraf­ist er hæstu mögu­legu vaxta.“

Greiðslan vegna þess verður þá að koma frá greininni.

Bjarni á Alþingi í gær: „Í því sambandi langar mig að segja að fiskveiðistjórnarkerfið okkar er ekki náttúrulögmál. Það er mannanna verk. Aðgangur að auðlindinni, stjórn veiðanna, hvernig við viljum tryggja sjálfbærni veiðanna, hvaða veiðigjald við ætlum að taka, eru allt mál sem við ráðum til lykta á Alþingi með lögum og reglum. Möguleg innbyrðis togstreita um aflaheimildir á milli útgerða verður ekki leyst á kostnað skattgreiðenda. Það verður ekki þannig. Nú höfum við tekið til varna í hinu svokallaða makrílmáli. Við munum taka til fullra varna. Ég hef reyndar góðar væntingar um að við munum hafa sigur í því máli. Ef svo ólíklega vill til að það mál fari ríkinu í óhag er einfalt mál í mínum huga að reikningurinn vegna þess verður ekki sendur á skattgreiðendur. Greiðslan vegna þess verður þá að koma frá greininni. Það er svo einfalt.“

Mogginn: Sig­ur­geir Brynj­ar sagði þessi orð Bjarna vekja ýms­ar spurn­ing­ar og um sér­staka hót­un væri að ræða. ,,Ég hef oft heyrt í frétt­um að ríkið hafi tapað máli og verið dæmt til greiðslu skaðabóta í kjöl­farið en aldrei áður heyrt því hótað að skatt­leggja þá sem urðu fyr­ir skaðanum sér­stak­lega fyr­ir skaðabót­un­um. Ég er ekki lög­lærður en ég að held ég geti full­yrt að þessa laga­túlk­un sé ekki að finna í lög­bók­um rétt­ar­ríkja,“ seg­ir Sig­ur­geir.

Viðbrögðin við aðför kvótagreifanna að eigin þjóð mætir harðri gagnrýni og mótspyrnu. Til þessa hafa þeir haft sitt fram og freista þess nú að leggja Bjarna, Katrínu og annað það fólk og flokka sem hafa þegið af þeim mikla peninga.

Komi til þess að Bjarni kikni undan kröfum kvótagreifanna þá á hann eftir að vinda ofan af eigin orðum. Það kann að reynast erfitt.

Fé­lög­in sem fara gegn þjópinni eru; Ísfé­lag Vest­manna­eyja hf., Gjög­ur hf., Skinn­ey-Þinga­nes hf., Loðnu­vinnsl­an hf., Hug­inn ehf., Eskja hf. og Vinnslu­stöðin hf. Kröfur þeirra eru hér:



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: