- Advertisement -

Íslensk yfirvöld gera akkúrat ekkert

Gunnar Smári skrifar:

Yfirvöld í Berlín og New York, Barcelona og Vín, París og Stokkhólmi grípa til aðgerða til að verja leigjendur fyrir okurmarkaðnum, sem drifinn er áfram af gróðafyrirtækjum sem þröngvað hafa sér inn á húsnæðismarkaðinn, hvers markmið voru skilgreind á síðustu öld að uppfylla húsnæðisþörf almennings en hafa orðið á síðustu áratugum að leikvelli braskara og spákaupmanna. En yfirvöld í Reykjavík eða annars staðar á Íslandi … nei, þrátt fyrir mestu húsnæðiskreppu frá síðasta stríði og margfalda hækkun húsleigu umfram hækkun launa eða annars verðlags, hækkana sem hafa étið upp allan ávinning leigjenda af hagvaxtaraukningu síðustu ára og keyrt tugþúsunda fjölskyldna niður í fátækt, gera íslensk yfirvöld akkúrat ekkert. Meira að segja í New York, borginni sem fóstrar Wall Street eins og snák við brjóst sér, hefur fólk áttað sig á að nýfrjálshyggjan mun ekki byggja upp gott samfélag; að gott samfélag byggir á að hemja braskara og spákaupmenn og fæla þá frá húsnæðismarkaðnum og öðrum grunnkerfum. En ekki hérlendis; hér hafa yfirvöld ekki enn sætt sig við hrun nýfrjálshyggjunnar fyrir ellefu árum, vilja enn trúa að með því að gefa bröskurum og spákaupmönnum eftir grunnkerfi samfélagsins og innviði séu þau að leysa vandann, en ekki kasta olíu á eldinn (eins og raunin er og hefur orðið).

Þetta mun ekki breytast fyrr en leigjendur rísa upp. Leigjendur verða að rísa upp og neita því að halda uppi gráðugum kapítalistum, verða að rísa upp og krefjast mannsæmandi lífs og verndar frá yfirvöldum fyrir lýð sem er að grafa undan samfélaginu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: