- Advertisement -

Íslenska ríkið tapaði 65 milljörðum

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 32 milljarða króna árið 2013 eða 1,7% af landsframleiðslu. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 65,2 milljarða króna árið 2012 eða 3,7% af landsframleiðslu.

Tekjur hins opinbera námu um 796 milljörðum króna og jukust um 55 milljarða króna milli ára eða um 7,4%. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 42,5%. Útgjöld hins opinbera voru 828 milljarðar króna og jukust um 22 milljarða króna milli ára eða 2,7% en hlutfall þeirra af landsframleiðslu var 44,2%.
Nýr þjóðhagsreikningastaðall, ESA2010 hefur verið tekinn í notkun. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á tekna- og gjaldahlið hins opinbera aftur til ársins 1998 vegna hans og annarra endurbóta sem unnið hefur verið að.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: