- Advertisement -

Íslenskar mannlýsingar: Jón Kjartansson

Á myndinni er Jón Finnbogi Kjartansson (1893-1972). (Sjá Morgunblaðið 10. nóvember 1972:22).

Á myndinni er Jón Finnbogi Kjartansson (1893-1972). (Sjá Morgunblaðið 10. nóvember 1972:22).


Höfundur Elín Sigurðardóttir.

Jón Finnbogi Kjartansson, f. 2. febrúar 1893 í Efrihúsum, Mosvallahr., V.-Ís., d. 1. nóvember 1972. Foreldrar hans voru Kjartan Jónsson, f. 12. júlí 1845, d. 21. janúar 1918, bóndi í Efrihúsum, og k.h. Halldóra Jónsdóttir, f. 21. nóvember 1855, d. 2. apríl 1940, húsfreyja. Jón kvæntist (22. maí 1921) Salvöru Ebenesersdóttur, f. 21. júní 1898, d. 28. desember 1983, húsfreyju. Þau eignuðust þrjú börn: Eirík Guðmundsson (kjörsonur), f. 29. mars 1924, Kjartan, f. 17. október 1925; og Guðfinnu, f. 17. desember 1928.

Jón stundaði nám við MR 1906-1907, og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1915. Hann var kennari í Mosvallahr., V.-Ís., 1910-1913. Jón flutti erindi og kenndi íþróttir á vegum UMFÍ á Suður- og Austurlandi 1915-1916. Hann var ritstjóri Skinfaxa, rits UMFÍ 1915-1916.

Jón var framkvæmdastjóri Kaupfélags Reykjavíkur frá 1920. Kaupfélagið var með verslun í Bankastræti 3. Hann var ráðinn starfsmaður sameinaðs félags (Kaupfélags Reykjavíkur og Kaupfélags Reykvíkinga) á 78. fundi stjórnar 4. október 1921.

Jón kynnti sér samvinnumál í Englandi í 2 ár og var lengi framkvæmdastjóri Sælgætisgerðarinnar Víkingur. Hann var með búrekstur við Reykjavík og útgerð. Jón var einnig með búskap að Helgavatni í Þverárhlíð eftir 1947.


Gjörðabók Kaupfélags Reykvíkinga; Íslendingabók, Íslenskir kaupfélagsstjórar 1882-1977; Manntal á Íslandi 1910. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: