- Advertisement -

Íslenskar smásögur í pólsku safnriti

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur tekið þátt í evrópska smásagnaverkefninu Transgressions: International Narratives Exchange á þessu ári. Höfundar frá Íslandi, Póllandi, Noregi og Lichtenstein skrifuðu nýjar sögur af þessu tilefni og birtust þær allar á pólsku í safnritinu Transgressje: Antologia, sem kom út í Wrocław fyrr í þessum mánuði.

Íslensku sögurnar og tvær þær pólsku munu einnig birtast á íslensku í Nestisboxinu á vef Bókmenntaborgarinnar fyrir næstu mánaðarmót.

Hápunktur Transgressions hér í Reykjavík fer fram á Lestrarhátíð í Bókmenntaborg. Þriðjudagskvöldið 28. október kynna íslensku höfundarnir Halldór Armand Ásgeirsson, Kristín Eiríksdóttir og Þórarinn Eldjárn sögur sínar í Iðnó ásamt gestum frá Pólland, þeim Piotr Paziński og Ziemowit Szczerek.

Sögurnar eru afar ólíkar að inntaki og stíl en það á reyndar við um allar sögurnar fimm sem verða kynntar þetta kvöld. Allar eiga þær það þó sameiginlegt að taka einhvers konar mæri, mörk eða rof til umfjöllunar, hvort sem þau eru landfræðileg, sálfræðileg, menningarleg eða af einhverjum öðrum toga.

Sjá nánar á vef Bókmenntaborgarinnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: