- Advertisement -

Íslenskt launafólk er heimsmeistari

„Kjarasamningar eru viðureign þar sem mikilvægt er að báðir skori. Það er best fyrir leikinn. Hagsmunir allra eru að hvorugur tapi. Til að tryggja þetta er auðvitað frumskilyrði að það liggi fyrir hver staðan er,“ skrifar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra í ríkisstjórn Íslands.

„Einn mikilvægur mælikvarði á stöðuna er hversu stór hluti virðisaukans sem til verður í landinu fer í vasa vinnandi fólks og hversu stór hluti fer í vasa þeirra sem eiga fyrirtækin og fjármagnið. Á þennan mælikvarða er íslenskt vinnuafl heimsmeistari í OECD-deildinni. Hér fara um 63% virðisaukans til launafólks en 37% til þeirra sem eiga fyrirtækin og fjármagnið. Í þeirri ábendingu felst engin afstaða til þess hvaða hlutfall er sanngjarnt. Hér er eingöngu bent á það er hvergi hærra en hér. Í mörgum OECD-löndum fær launafólk aðeins um helming virðisaukans og sums staðar jafnvel minna en þriðjung.

Ísland er ótvíræður Norðurlandameistari í kaupmáttaraukningu á árunum 2014-2017 og vinnur það mót með allmiklum yfirburðum. Það segir sitt um stöðuna.

Sem og það að á Íslandi eru bæði meðallaun og lægstu laun með þeim allra hæstu sem þekkjast í heiminum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: