- Advertisement -

Íslenskur veruleiki er stundum svo fjarstæðukenndur

Íslenska ríkið, eigandi ISAVIA, stefnir nú sjálfu sér
til greiðslu skaðabóta.


Jón Örn Marinósson skrifar:

Íslenskur veruleiki er stundum svo fjarstæðukenndur að vart er hægt að trúa sínum eigin augum og eyrum: Íslenska ríkið, eigandi ISAVIA, stefnir nú sjálfu sér til greiðslu skaðabóta vegna ætlaðra lögbrota ríkisstarfsmanns, í þessu tilfelli héraðsdómara. Fyrir utan nú að ærið er langt til seilst af hálfu íslenska ríkisins að ætla sjálfu sér, íslenska ríkinu, að axla skaðabótaskyldu, ef íslenska ríkið telur dómsniðurstöðu í máli, sem íslenska ríkið tapaði, ranga, þá hlýtur auðvitað að vakna sú spurning hvort allir héraðsdómarar séu ekki vanhæfir í máli sem snýst um það hvort einn af kollegum þeirra hafi brotið lög þegar hann komst að tiltekinni niðurstöðu samkvæmt túlkun sinni á lögum. Fróðlegt verður að sjá hverju fram vindur í þessu máli.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: