- Advertisement -

Jöfnun atkvæða og bakhjarlar flokkanna

…sem hagnast mest…

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vildi helst að Ísland yrði eitt kjördæmi. Umfram allt vill hún að vægi atkvæða verði jafnað. Svo sagði hún í þingræðu. Þegar taldi upp fyrirstöður þannig breytinga nefndi hún bakhjarla stjórnmálaflokkanna.

„Breytingarnar sem ég vonaðist eftir að sjá þegar ég var að stíga þessi fyrstu skref hafa því miður ekki enn litið dagsins ljós, mögulega vegna þess að ekki hefur beinlínis verið vilji hjá rótgrónu flokkunum, fjórflokknum á sínum tíma, til að innleiða þetta mikilvæga mannréttinda- og frelsismál í íslenska löggjöf. Það hefur einfaldlega ekki verið pólitískur vilji til breytinga. Vissulega hafa verið hér flokkar í gegnum tíðina, Alþýðuflokkurinn, Bandalag jafnaðarmanna, Björt framtíð og fleiri flokkar sem lagt hafa áherslu á þetta atriði, en mögulega tengist þessi tregða sömu öflum, sömu flokkum og sömu bakhjörlum, að mínu mati ef ég lít yfir söguna, sem hagnast mest þegar upp er staðið á þessu ójafna atkvæðavægi. Það er ekki þannig að mínu mati að íbúar landsbyggðarinnar njóti góðs af því umfram höfuðborgina, heldur eru þarna þungir og miklir hagsmunir og menn skýla sér kannski á bak við þann mikla velvilja sem allir hafa til byggðar um land allt og vilja styðja við byggðina.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: