- Advertisement -

Skiptir mestu hverjir mótmæla?

Það er enginn ami af þessum mótmælum.

Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, skrifar:

Nokkrir þingmenn, núverandi og fyrrverandi, hafa á undanförnum dögum ítrekað kvartað yfir fámennum og rólegum mótmælum sem staðið hafa yfir á Austurvelli undanfarna viku. Telja þeir meðal annars „ólíðandi“ að mótmælendur séu að „vega að heiðri“ Jóns Sigurðssonar forseta. Nú hefur Jón verið virkur þátttakandi í hinum ýmsu mótmælum á Austurvelli í gegnum tíðina. Hann hefur klæðst bleikum kjól til stuðnings kynjajafnrétti og álpappír til að mótmæla stóriðju. Það kemur kannski ekki á óvart enda Jón einn þekktasti „mótmælandi“ þjóðarinnar sjálfur.

Ekki getur verið að í þessu tilfelli skipti það höfuðmáli í huga þessari þingmanna hverjir standa að mótmælunum? Það er enginn ami af þessum mótmælum. Það er líka merki heilbrigðs lýðræðisríkis að fólk fái að safnast saman í friði og berjast fyrir réttindum sínum og hagsmunum. Skemmst að minnast fjölmennra mótmæla nemenda á Austurvelli síðastliðinn föstudag vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í loftlagsmálum, auk fjölmargra baráttufunda sem þar hafa verið haldnir í gegnum tíðina.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Það er ekki móðgun við arfleifð okkar sem þjóðar þótt Jón fái tímabundið hlutverk í slíkum mótmælum.

Það er ekki móðgun við arfleifð okkar sem þjóðar þótt Jón fái tímabundið hlutverk í slíkum mótmælum. Austurvöllur og styttan af Jóni er táknmynd sjálfstæðis- og frelsisbaráttu okkar sem þjóðar. Það er ágætt að muna að rétturinn til að mótmæla er grundvallarréttur sem tryggður er, m.a. í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem við ræðum nú í þinginu af öðrum ástæðum.

Við eigum alltaf að virða rétt allra til þess, óháð uppruna, kynþætti eða öðru.

Fengið af Facebooksíðu Þorsteins.



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: