- Advertisement -

Jón Gnarr þakkar fyrir sig

Jón Gnarr í Viðreisn tók til máls undir liðnum „Fundarsjórn forseta“ og takaði um fundarstjórn forseta.

„Mig hefur nú oft langað til að nota tækifærið undir þessum lið og hrósa forseta fyrir fundarstjórn. Mér finnst fundarstjórn hér bara til stakrar prýði og fyrirmyndar í alla staði og sama hver situr í stólnum. Ég hef setið marga ólíka fundi víðs vegar í félagasamtökum og þar hefur oft verið mjög vond ef nokkur einasta fundarstjórn. Það er kannski sérstaklega t.d. í húsfélögum. Það hefur bara verið gersamlega fyrir neðan allar hellur. Hér finnst mér fundarstjórn vera til fyrirmyndar og okkur til sóma og mig hefur langað — af því að mér finnst oft neikvæður tónn fólki og ég vil bara taka upp hanskann fyrir forseta. Takk fyrir mig,“ sagði Jón Gnarr.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: