Hér er upphaf ræðu Jóns Gunnarssonar um raforkulög.
„Við ræðum hérna enn eitt raforkumálið sem kemur inn til þingsins núna, fjallar um raforkuviðskipti og hér er enn eitt málið sem hæstv. ríkisstjórn hefur hlotið í arf frá fyrri ráðherrum. Það var mikil undirbúningsvinna búin að vera í gangi til að reyna að bregðast við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í okkar orkumálum. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við orkumálum og orkumálaráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu saman 2021 þá var hægt að hefjast handa og það hefur sannarlega verið að skila sér og því ber að fagna. Þetta fjallar um ákveðið afmarkað málefni en það er ekki óeðlilegt þegar svona stór mál eru undir að þingmenn fari svolítið víðar í umræðunni og við eigum eftir að gera það auðvitað þegar þessi mál koma til umræðu vegna þess að þetta er svo ánægjuleg þróun. Það er hægt að taka undir þessa ánægjulegu þróun sem er að verða í þinginu á skilningi þess að við verðum að standa okkur betur. Þingið hefur kostað samfélagið allt of mikið í þessum handarbakavinnubrögðum sem hafa verið ástunduð hér undanfarin ár, mörg ár.“
Næst kemur Sigmundur Ernir Rúnarsson óvænt við sögu:
…það reyndist rétt þó að það væri svona mánuði áður en ég mætti…
Að því leyti er hægt að fagna mjög stefnubreytingu Samfylkingarinnar í þessum málum og það er ágætt að minna hæstvirtan ráðherra á það að kynna sér sögu síns flokks í þessu. Þá veit maður ekki hvort maður á að hlæja til að gleðjast eða gráta vegna þess tjóns sem þingið hefur valdið samfélaginu í þessum vinnubrögðum.
Ég veit að háttvirtur þingmaður Sigmundur Ernir Rúnarsson, sem er sessunautur minn í þinginu í dag eftir margra ára fjarveru — sendi mér reyndar skeyti stuttu eftir að ég kom aftur á þing og sagði að við yrðum örugglega sessunautar eins og á fyrra þingi, það reyndist rétt þó að það væri svona mánuði áður en ég mætti — kannast við þetta sem ég er að tala um, hvernig staðan var 2009–2013 þegar hann var einmitt þingmaður Samfylkingarinnar í vinstri stjórn. Við vorum einmitt oftar en mörgum sinnum í útvarpsþáttum eða á vettvangi fjölmiðlanna að ræða þessi mál og ég skal segja það af virðingu við háttvirtan þingmann Sigmund Erni Rúnarsson að hann var nú yfirleitt ekki á sömu skoðun og þeir sem hann var að starfa með og þar beit kannski hann og fleiri Samfylkingarþingmenn eitthvað úr í því að þurfa að vera í samstarfi með Vinstri grænum.“
Læt annan kafla ræðunnar fylgja með:
En þessi stefnubreyting er mjög ánægjuleg og hún er gríðarlega mikilvæg. Það sést aðeins í þingmálum frá hæstvirtum ráðherra að hann er aðeins að reyna að skrifa þetta á Sjálfstæðisflokkinn og það að hann hafi verið í meiri hluta á undanförnum árum og að við höfum ekki náð meiri árangri. En ég bið hann að endurskoða svolítið þau skrif sín vegna þess að það er þó þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur án nokkurs vafa verið sá flokkur sem hefur staðið í fararbroddi í gegnum árin, og áratugina reyndar, þegar kemur að nýtingu orku til aukinnar velferðar í okkar samfélagi og hefur leitt þau mál í gegnum tíðina. En þetta hefur verið einstaklega erfitt á þessum tímum sem eru frá, við getum alveg sagt efnahagshruninu og frá því að við innleiddum þessa rammaáætlun.“