- Advertisement -

Júlíkönnun Gallup: Sjálfstæðisflokkurinn í kreppu

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins einu sinni mælst minni hjá Gallup en í könnuninni fyrir júlí þegar fylgið mælist 21,6%. Það var í nóvember 2008 þegar fjármálakerfið hvolfdist yfir þjóðarbúið á vakt Geirs Haarde. Þá mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 20,6%. Eftir birtingu Panamaskjalanna, þar sem tveir ráðherrar flokksins voru meðal auðfólks sem átti eignir í aflöndum og þar á meðal formaðurinn sjálfur, Bjarni Benediktsson, fór fylgi flokksins niður í 21,9% hjá Gallup. Og eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk eftir að ljós kom að flokkurinn hafði reynd að hylma yfir með þeim sem vottuðu um mannkosti barnaníðinga, þar á meðal faðir Bjarna Benediktssonar, fór flokkurinn neðst niður í 22,6%. Krísa flokksins nú er því engin smá krísa.

Það sem af er þessu kjörtímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn mælst stærstur 25,8% í október í fyrra. Á síðasta kjörtímabili fór hann hæðst í 29,0% í desember 2016, stuttu eftir kosningarnar og á kjörtímabili ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs mældist flokkurinn stærstur 28,5% í maí 2016 eftir að Sigmundur sagði af sér. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórnarandstöðu við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mældist hann stærstur 39,3% í maí 2012. Flokkurinn fékk hins vegar aðeins 26,7% atkvæði í kosningunum árið eftir. Stuttu fyrir þær kosningar felldi EFTA-dómstóllinn dóm í Icesave-málinu og Framsóknarflokkur Sigmundar stal kosningum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafði stutt seinni Icesave-samninginn, sem þjóðin felldi, og flokkurinn tapaði atkvæðum á því.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Sigmundur Davíð.
Það væri rangt að segja að Miðflokkurinn hefði jafnað sig af Klausturmálum.

Frá 2004 mældist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í september 2005. Þá stökk flokkurinn úr 36,4% í 44,1% milli mánaða. Tilefnið var að Davíð Oddsson hætti sem formaður og Geir H. Haarde tók við.

Þótt Miðflokkurinn mælist minni hjá Gallup en MMR er þetta eins og þar stærsta mæling flokksins frá upphafi, munar samt sáralitlu. Miðflokkurinn mælist með 12,1% fylgi en mældist með 12,0% í nóvember í fyrra, korter fyrir Klausturmál. Það væri rangt að segja að Miðflokkurinn hefði jafnað sig af Klausturmálum, enginn veit hvert fylgi flokksins væri nú í kjölfar umræðna um 3ja orkupakkann ef engin hefðu verið Klausturmál. Þessi 12 prósent sem styðja flokkinn nú gera það ekki vegna Klaustursmál, stærsti hlutinn styður flokkinn þrátt fyrir Klausturmál. Og ætla má að fleiri myndu styðja flokkinn ef ekkert hefði verið Klausturmál.

Viðreisn er líka nálægt sinni bestu mælingu, er með 12,2% í könnunni og hefur aðeins tvisvar mælst með meira fylgi, um mánaðamótin september og október 2016 (13,4% of 12,4%).

Samfylkingin mælist nú með 13,7% og hefur ekki mælst með minna fylgi á þessu kjörtímabili, fór hæðst í 19,3% í ágúst/september í fyrra.

Aðrir er fjarri sínu besta. Sósíalistaflokkurinn mælist með 3,2% en mældist stærstur 5,3% í janúar síðastliðnum. Flokkur fólksins mælist með 3,7% en mældist stærstur 11,6% í september 2017. Framsókn mælist með 8,5% en mældist stærstur 29,6% eftir Icesave-dóminn í apríl 2013. Þá var flokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs. Undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar mældist flokkurinn lægstur 6,6% í september í fyrra og stærstur 11,9% í árslok 2017. VG mælist nú með 12,0% fylgi; fór lægst í 7,4% í ferbúar og mars í aðdraganda kosninganna 2013 en hæðst sveif flokkurinn í nóvember 2008 þegar 32,2% sögðust vilja kjósa hann. Samfylkingin mælist nú með 13,7% og hefur ekki mælst með minna fylgi á þessu kjörtímabili, fór hæðst í 19,3% í ágúst/september í fyrra. Samfylkingin hefur mælst minni hjá Gallup, fór í 5,3% rétt fyrir kosningarnar 2016, þegar minnstu mátti muna að flokkurinn þurrkaðist út af þingi. Stærst var Samfylkingin 34,0% í janúar 2005 en eftir Hrun var flokkurinn stærstur í nóvember 2008, í hruninu miðju, þegar hann fékk 31,4% fylgi hjá Gallup. Píratar mælast nú með 12,7% en mældust stærstir á kjörtímabilinu með 13,9% fyrir sléttu ári. Hafa ber í huga að kannanir Gallup mæla fremur fylgi við flokka í byrjun hvers mánaðar. Það er því ólíklegt að innanhúsmál Pírata, þar sem heiftúðugur ræður um Birgittu Jónsdóttur urðu að fréttum, hafi mikil áhrif á þessa könnun. Lægst fylgi Pírata í könnunum frá því flokkurinn komst á þing var 5,9% í maí 2013 en mesta fylgi Pírata hjá Gallup 36,1% í mars 2016.

Þessi yfirferð yfir minnsta og mesta fylgi flokkanna gæti gefið einhverjum þá hugmynd að afstaða almennings breyttist hratt og mikið. Það er þó ekki alveg svo, hér hefur verið farið yfir vítt svið og langan tíma með stórum viðburðum. Ef við skoðum fylgisbreytingar frá kosningum samkvæmt þessari könnun þá eru þær þessar:

  • Viðreisn: : +5,5 prósentustig
  • Píratar: +3,5 prósentustig
  • Sósíalistaflokkurinn: +3,2 prósentustig
  • Samfylkingin: +1,6 prósentustig
  • Miðflokkurinn: +1,2 prósentustig
  • Framsókn: –2,2 prósentustig
  • Flokkur fólksins: +3,2 prósentustig
  • Sjálfstæðisflokkurinn: –3,7 prósentustig
  • VG: –4,9 prósentustig

Samkvæmt þessari könnun hafa ríkisstjórnarflokkarnir fallið úr 52,9% í kosningum niður 42,1%; úr 35 þingmönnum í 29. Hin frjálslynda miðja, SPC, mælist nú með 38,4% en var með 28,0% í kosningum; myndu fá 26 þingmenn í stað 17. Nýir hægri flokkar, Miðflokkur og Flokkur fólksins, fengu 17,8% í kosningum en mælast nú með 15,8%, myndu fá 8 þingmenn en voru með 11.

Þessar ríkisstjórnir eru í spilunum:

  • Frjálslynd miðja plús D (DSPC): 41 þingmaður
  • 4flokkurinn (DBSV): 38 þingmenn
  • Landsbyggð (BMDV): 37 þingmenn
  • Reykjavíkurmeirihlutinn (SCPV): 34 þingmenn
  • Viðreisn (DCS): 32 þingmenn
  • Vinstri stjórn plús píratar (SVBP): 32 þingmenn




Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: