- Advertisement -

Kaffistofan á Samstöðinni

Katrín Baldursdóttir stjórnandi Kaffitímans.

Splunkunýr þáttur sem heitir Kaffistofan hefst á Samstöðinni fimmtudaginn 5 nóvember. Hann mun fjalla um afkomu og líf launafólks í landinu sem er heill her eða yfir 200 þúsund manns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR verða fyrstu gestir Kaffistofunnar. Þau eru fulltrúar langstærstu stéttarfélaga landsins og líka fulltrúar nýrra tíma í starfi verkalýðshreyfingarinnar. Hver eru skilaboð þeirrra til launafólks, hvernig ætla þau að auka vald verkalýðshreyfingarinnar, hverju ætla þau að breyta, hvernig ætla þau að berjast fyrir atvinnulaust fólk í kórónuveirufaldri og hvernig ætla þau að berjast fyrir öryrkja og fátækt eftirlaunafólk?

Þátturinn fer í loftið klukkan 22:00 þann 5. nóvember og stendur í klukkutíma. Stjórnandi þáttarins er Katrín Baldursdóttir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: