- Advertisement -

„Kallar hann African monkey, mongoloid, negra, nigger“

Já gott fólk, þetta gerðist hér á Íslandi, þetta herrans ár 2019. Rasisminn lifir góðu lífi hér á landi.

Ásdís Pétursdóttir skrifar:

Það er ekkert gleðilegt við þennan föstudag.

Í dag hringir maðurinn minn í mig og segir mér að ráðist hafi verið á hann í vinnunni, bæði munnlega og líkamlega.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann býður kúnna góðan daginn, og hvort hann geti aðstoðað. Kúnninn snýr sér að honum og segir með reiði „ert ÞÚ að tala við mig“ og Destiny segir „já, get ég aðstoðað?“ (Destiny talar Íslensku við kúnnann).

Þessi maður snýr sér svo að Destiny, kallar hann negra, og byrjar að garga á hann svo glymur um alla verslun. Hann lemur í bringuna á Destiny með báðum höndum, svo hann meiðir sig, kallar hann African monkey, mongoloid, negra, nigger og fleira.

Hrindir honum og spyr hvort hann vilji fight. Destiny er þögull og svarar ekki fyrir sig meðan þessi maður er með andlitið á sér ofan í andlitinu á Destiny meðan hann öskrar þetta yfir hann.

Sem betur fer þá voru samstarfsfélagar hans nokkuð snöggir á staðinn þegar þeir heyra þessi niðuryrði öskruð, og ganga á milli þeirra til að varna því að gengið yrði hreinlega í skrokk á Destiny. Kúnnar urðu vitni að þessu, og var verslunarstjóra tjáð að þetta væri atburðaröðin og sögðu að starfsmaður hefði ekkert sagt né gert meðan á þessu gekk.

Destiny er skiljanlega í sjokki, sár og reiður, og hefur hvergi að leita með þetta mál strax vegna þess að til að kæra svona árás þarf að hringja strax í lögreglu, en það var ekki gert heldur hringdi ég í lögreglu. Þar er mér sagt að fyrst enginn hringdi í lögregluna þarf að panta tíma hjá lögreglunni og bíða í nokkra daga til að fá tíma. Það er með allar kærur. Svo nú tekur við smá vinna að vinna úr þessari uppákomu skiljanlega. Það er hræðilegt að lenda í þessu, og hræðilega erfitt að eiga ekki stórt stuðningsnet þegar eitthvað bjátar á eins og við sem erum hér fædd og uppalin.

Mig langar að benda á, að orðið negri, er orð sem er aldrei í lagi að nota eða beita eða segja eða skrifa. Þetta er niðrandi orð, og ógeðslegt. Vinsamlegast, takið því alvarlega.

Já gott fólk, þetta gerðist hér á Íslandi, þetta herrans ár 2019. Rasisminn lifir góðu lífi hér á landi.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: