- Advertisement -

Kapítalisminn og ofurtrú hans á lukkuriddurum

Gunnar Smári skrifar:

…hnerrikarlinn á Teslunni sem bjó til eiturspúandi delluverksmiðju í Helguvík og svo áfram endalaust.

Ef kapítalisminn væri ekki svona skaðlegur og grimmur mætti hafa gaman af ofurtrú hans á einhverjir lukkuriddarar finni lausn á öllum málum. Ríkisvaldið er í dag meira og minna notað til að þjóna svona liði, hvort sem það er glaumgosinn Skúli í WOW, þessi njósnafrú Ballarin sem Mogginn tók landsföður-viðtal við um daginn, hnerrikarlinn á Teslunni sem bjó til eiturspúandi delluverksmiðju í Helguvík og svo áfram endalaust. Kannski eru þetta fjörbrot kapítalismans, hann er að endurtaka sig sem farsa. Það er ömurlegt að vera alþýða manna á þessum tímum, þegar hún er sannfærð um að hún sé upp á einhverja lukkuriddara komin, sem reynast svo bölvaðir drulludelar þegar á reynir (svo ég vitni óbeint í Dag Sigurðarson eftir gloppóttu minni). Málið er auðvitað að við þurfum ekkert á þessu fólki að halda. Allt sem þau þykjast ætla að gera getið þið, með samtakamætti ykkar, gert enn betur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: