- Advertisement -

Karl Gauti, gerðu það bara sjálfur

Stjórnmál Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, hefur formlega skorað á Þórunni Sveinbjarnardóttur þingforseta að senda tilnefningu til Nóbelsstofnunarinnar þar sem hún tilnefni Donald Trump til friðarverðlauna á næsta ári, 2026.

Björn Leví Gunnarsson, fyrrum þingmaður Pírata, skrifar athugasemdir við framgöngu Karls Gauta:

„Það vita það kannski ekki allir en það er takmarkað hverjir geta tilnefnt einhvern til friðarverðlauna. Meðal þeirra sem geta það eru þingmenn. Ég hef tilnefnt einn aðila, Sir David Attenborough fyrir starf sitt að fræða okkur um jörðina sem við búum á – sem hefur verið fræðsla til friðar.

Karl Gauti getur bara tilnefnd Trump sjálfur. Það er frekar mikil tilætlunarsemi að aðrir geri það sem þú getur sjálfur gert.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: